18.1.2025 | 13:29
Sögulega hefur evrópu verið stjórnað með boðum og bönnum
Vangaveltur um að ESB vilji banna svokölluð hægri samtök frá því að setja efni á samfélagsmiðla eru verðugar. Á móti verður að taka tillit til þess að evrópu hefur, í gegnum tíðina, verið stjórna með boðum og bönnum. Þetta er í anda lénsveldanna og stjórnarfar sem helst við lýði þótt á yfirborðinu eigi það að heita lýðræðislegt.
Nægir þar að líta til Bretlands. Lengst af á síðustu öld var ansi margt bannað t.d. frjálst útvarp. Thatcher leysti það upp og opnaði en samt ekki að fullu. Það lifir lengi í gömlum glæðum og nú eru komin stjórnvöld sem vilja fara til baka.
Áberandi hefur verið í hinum svokölluðu frjálslyndu löndum að vilja banna ansi margt og sér í lagi ef það hentar ekki málstaðnum. Þannig hafa þeir sem efast um hamfarahlýnun fengið á sig ansi mörg viðurnefni. Hægt er að bæta við kynjaumræðunni og fleiri málum. Orðið í frjálslynda samhenginu var ekki laust.
Hér á landi endurspeglast þetta einnig í umræðu um gjaldmiðla. Þar sem sumir halda að einhver önnur lögmál gilda um aðra gjaldmiðla en þann sem er notaður. Efnahagslega þá endurspeglar gjaldmiðill það atvinnusvæði sem hann er notaður. Þar sem Bandaríkin hafa sjálfstæð ríki sem stjórna eigin atvinnusvæðum þá gengur dollarinn upp en einnig hafa Bandaríkin haldið úti svokölluðum olíudollar þe. að kúga þjóðir til að versla olíu með dollar. Með því náð að auka virði dollars í alþjóðaviðskiptum. Það gæti verið að breytast.
Evran hins kemur ekki til á sama hátt. Vegna miðstýringar ESB þá endurspeglar gjaldmiðilinn ekki hvert land fyrir sig. Kjarnamiðjan stendur í kringum útflutningslandið Þýskaland sem er verulega hnignandi atvinnulega séð. Þýskaland væri með réttu komið miklu neðar ef gjaldmiðilinn væri ekki að soga svona mikið frá öðrum löndum, sem þjást enn meira.
Að halda því fram að upptaka Evru muni hjálpa atvinnulífi landsins, fjölskyldum og veita stöðugleika er alger firra. Hrein og klár óskahyggja þar sem lítið fer fyrir skilningi á eðli gjaldmiðla. Við versandi atvinnuástand, ef evra er tekin upp, er aukið atvinnuleysi því engin önnur leið er til leiðréttingar. Hvernig hjálpar það fjölskyldum til lengri tíma. Þetta má t.d. sjá í Þýskalandi á síðasta ári þar sem fjöldauppsagnir voru algengar og það þrátt fyrir að evra sé miðuð út frá landinu.
Að ganga í ESB þýðir ótryggt atvinnuástand ásamt boðum og bönnum. Er það virkilega sem þjóðin er að biðja um?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning