1.2.2025 | 17:35
Flokkur fólksins með allt niður um sig
Flokkur fólksins minnir mikið á Pírata flokkinn. Báðir eru stofnaðir eftir hrun og ná inn með að höfða til tilfinninga fólks (popúlismi). Báðir flokkar halda að alþingisstörf séu kaffispjall, annar á kaffihúsi og hinn í eldhúsinu.
Það allra sameiginlegasta er að hvorugur flokkurinn hefur trúverðugleika. Þeir geta vel æmt í stjórnarandstöðu en þegar kemur að stjórn þá eru ákveðnir þættir sem þurfa að vera í lagi. Þeir eru bara alls ekki í lagi hjá Flokki fólksins. Að höfða til tilfinninga fólks getur hjálpað að ná í atkvæði en það hjálpar ekkert við stjórn.
Miðað við þennan rúma mánuð síðan stjórnin var mynduð þá virðast þessir flokkar algerlega vanhæfir í stjórn landsins.
Útgerðarstarf Sigurjóns ekki í hagsmunaskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað hafa þessar skoðanir þínar að gera með viðtengda frétt sem er í raun ekki frétt? Þingmaður á helmingshlut í fjölskyldufyrirtæki sem á smábát sem er verið að selja. Hver er fréttin?
Töluliðurinn í hagsmunaskráningu sem er vísað til í fréttinni varðar "Starfsemi sem er rekin samhliða starfi alþingismanns og er tekjumyndandi fyrir hann eða félag sem hann á sjálfur eða er meðeigandi í."
Ef hann rekur ekki sjálfur starfsemina samhliða þingsetu á þessi liður ekki við. Þingið er ekki að störfum og að eiga hlut í fyrirtæki er ekki það sama og að reka það. Ekki rekur hann t.d. Icelandair þó hann eigi smá hlut í því fyrirtæki.
Eina fréttin sem ég sé hérna er hversu langt Mogginn er ganga til að reyna að gera úlfalda úr mýflugu eða eiginlega bara engu. Það er beinlínis hjákátlegt.
Guðmundur Ásgeirsson, 1.2.2025 kl. 18:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning