1.2.2025 | 17:35
Flokkur fólksins með allt niður um sig
Flokkur fólksins minnir mikið á Pírata flokkinn. Báðir eru stofnaðir eftir hrun og ná inn með að höfða til tilfinninga fólks (popúlismi). Báðir flokkar halda að alþingisstörf séu kaffispjall, annar á kaffihúsi og hinn í eldhúsinu.
Það allra sameiginlegasta er að hvorugur flokkurinn hefur trúverðugleika. Þeir geta vel æmt í stjórnarandstöðu en þegar kemur að stjórn þá eru ákveðnir þættir sem þurfa að vera í lagi. Þeir eru bara alls ekki í lagi hjá Flokki fólksins. Að höfða til tilfinninga fólks getur hjálpað að ná í atkvæði en það hjálpar ekkert við stjórn.
Miðað við þennan rúma mánuð síðan stjórnin var mynduð þá virðast þessir flokkar algerlega vanhæfir í stjórn landsins.
![]() |
Útgerðarstarf Sigurjóns ekki í hagsmunaskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað hafa þessar skoðanir þínar að gera með viðtengda frétt sem er í raun ekki frétt? Þingmaður á helmingshlut í fjölskyldufyrirtæki sem á smábát sem er verið að selja. Hver er fréttin?
Töluliðurinn í hagsmunaskráningu sem er vísað til í fréttinni varðar "Starfsemi sem er rekin samhliða starfi alþingismanns og er tekjumyndandi fyrir hann eða félag sem hann á sjálfur eða er meðeigandi í."
Ef hann rekur ekki sjálfur starfsemina samhliða þingsetu á þessi liður ekki við. Þingið er ekki að störfum og að eiga hlut í fyrirtæki er ekki það sama og að reka það. Ekki rekur hann t.d. Icelandair þó hann eigi smá hlut í því fyrirtæki.
Eina fréttin sem ég sé hérna er hversu langt Mogginn er ganga til að reyna að gera úlfalda úr mýflugu eða eiginlega bara engu. Það er beinlínis hjákátlegt.
Guðmundur Ásgeirsson, 1.2.2025 kl. 18:57
Bjarni þurfti að segja af sér af því að faðir hans keypti hlut. Ef Sjálfstæðisflokkurinn á hlut þá er það alltaf stórmál en svona flokkar eiga að fá frítt spil. Get bara ekki tekið undir það. Að mínu mati þarf hann kannski þarf ekki að segja af sér þingmensku en minnstakosti gefa nefndina eftir. Það eru svo augljósir hagsmunaárekstrar.
Rúnar Már Bragason, 1.2.2025 kl. 21:35
Bjarni þurfti ekki að segja af sér, hann ákvað sjálfur að gera það. Það hafði ekkert að gera með hvort einhver mætti eiga eða eignast eitthvað eða ekki heldur að við ákvörðun um söluna hefði hann átt að víkja sæti þar sem nákominn aðili átti hagsmuni í málinu. Nákvæmlega sama ætti við um Sigurjón ef til þess kæmi að afgreiða mál sem hann sjálfur eða nákominn hefði hagsmuni ef en það hefur bara alls ekki gerst hingað til. Hann þyrfti ekki heldur að segja frá sér formennsku í nefndinni heldur aðeins að víkja í viðkomandi máli en ekki öðrum, rétt eins Bjarna hefði þurft að gera við Íslandsbankasöluna. Auk þess er Sigurjón ekki ráðherra með framkvæmdavald heldur þingmaður. Svo er þessi blessaði smábátur í söluferli þannig að það er ekkert útlit fyrir að nokkurntíma verði um að ræða neinn raunverulegan hagsmunaárekstur út af honum. Ekkert frítt spil þar.
Svona lagað á að vega og meta á grundvelli staðreynda en ekki höfða til órökréttra tilfinninga því það er lýðskrum (ekki "populismi" eða lýðhyggja sem er lögmæt stjórnmálastefna, rétta orðið yfir að hræra upp órökréttar tilfinningar er lýðskrum og það er slæm háttsemi).
Guðmundur Ásgeirsson, 1.2.2025 kl. 21:58
Þér er alveg frítt að verja þetta en fyrir mér eru þetta hagsmunaárekstrar og hann ætti að koma sér í aðrar nefndir.
Rúnar Már Bragason, 2.2.2025 kl. 00:58
Ég er ekki að reyna að verja neitt nema réttar staðreyndir. Ég er ekki þekktur af neinu örðu en því.
Þegar sala bátsins hefur gengið í gegn hefur hann enga persónulegra hagsmuna að gæta lengur varðandi fiskveiðar og það álitaefni verður þá dautt.
Þér er velkomið að hafa hvaða skoðun sem þú vilt en það breytir engu um staðreyndir nokkurs máls.
Guðmundur Ásgeirsson, 2.2.2025 kl. 02:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.