9.2.2025 | 21:35
Illlæs Samfylking
Í nýjustu vendingum í heimsmálum þá virðist Samfylkingin vera illlæs og úti á túni. Sjá má viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu og Pawel um þessi mál. Í stuttu máli þá virðast þau jafnlæs og krakkar í Pisa könnunum og hreinlega lesa illa í breytingar á heiminum.
Þannig er vitnað í sífellu í Ingibjörgu um alþjóðastjórnmál þótt hún eigi einungis við um stjórnmál á Vesturlöndum. Þau eru hissa að Trump hafi skrúfað fyrir USAID og nefna einhver lönd sem lenda í vandræðum með heilsugæslu vegna þess að stuðningur hafi haldið henni uppi. Verulega skýrt dæmi um hvernig svokölluð þróunarhjálp gerir lítið annað en gera löndin háð gefandanum. Hvers vegna var ekki markvisst unnið að því að gera þau sjálfbær og sjálfstæð í að bjarga eigin heilbrigðismálum?
Þróunarhjálp gegnur ekkert út á sjálfbærni eða kenna þjóðum að bjarga sér sjálf. Þetta gengur út á að viðhalda völdum og halda þeim sem er verið að bjarga niðri. Stundum lítur þetta út eins og arðrán en oftast að gera löndin svo háð bjargráðinu og þau styðja skilyrðislaust. Sem á mannamáli þýðir að við ráðum yfir þér. Í þessu samhengi hafa Sameinujóðirnar verið óspart notaðar eða réttara sagt misnotaðar.
Frægast dæmi um þróunaraðstoð er LiveAid þar sem innan við þriðjungur fjársins fór í raun í að aðstoða hungraða. Með því að skrúfa fyrir og gefa dæmi um hvað hefur verið að styðja sýnir í raun hversu misnotað kerfið er. Tilgangsleysi þess og hvernig það gerir lítið til að þróa ástand landa í aðra átt en staðan er hjá þeim.
Miðað við þetta viðtal þá er Samfylkingin illlæs á breytingar í alþjóðamálum og það t.d. að ekki sé nefnt orð um BRICS sem allt sem segja þarf. Ekki bætti úr skák að nefna að halla sér að ESB gæti hjálpað en auðvitað fylgdi ekki sögunni hvernig það hjálpar.
Algert heimaskítsmát í læsi á stjórnmál í heiminum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning