11.2.2025 | 15:02
Samfylkingin reynir að afvegaleiða þing og þjóð
Lágt er nú risið á Samfylkingunni eða réttara sagt forustunni. Með því að breyta ræðunni án þess að láta aðra þingmenn vita og síðan saka um lygar. Hversu lágt getur Samfylkingin eiginlega lagst?
Segi það enn og aftur tækifærissinnar eiga ekki að stjórna.
Jóhann er nú svo skyni skroppinn að hann hótar að hækka veiðileyfagjöld og heldur að á sama tíma lækki það verðbólgu. Líkegast er að slík aðgerð hafi þveröfug áhrif og hækki eða viðhaldi verðbólgu. Hjá Samfylkingunni þá virðast þeir halda að aðgerðir hafi engin áhrif. Það komi bara jákvætt út úr framkvæmdum. Það nægir að horfa á þéttingastefnuna í borginni til að sjá að allt hefur afleiðingar.
Með því að hækka veiðileyfagjöld þá mun það líklega hafa áhrif á gengið þar sem minna fæst fyrir aflann. Ekki er hægt að hækka verðið eins og innflytjendur stunda grimmt. Með því að gengið lækki þá þurfa innflytjendur að hækka verð og já það hækkar verðbólgu. Öflugasta leiðin til að lækka verðbólgu er að skera niður ríkisapparatið.
Af hverju birtist það svona oft að Samfylkingin virðist ekki skilja hagfræði.
![]() |
Vill að Jóhann Páll gangist við mistökum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Alla tíð hefur þessi maður virkað fremur illa á mig og ekki var ég fyrir vontryggðum vegna ræðu hans í gær. Þar sannfærði hann mig mig endanlega um það að hann er lítið annað en froðusnakkur, kjaftaskur og tækifærasinni og það verður ekki létt verk fyrir hann í framtíðinni að sannfæra mig um annað......
Jóhann Elíasson, 11.2.2025 kl. 18:37
Fólk sem lifir á ríkinu mun aldrei skera það niður.
Það grefur enginn svoleiðis undan sjálfum sér.
Ásgrímur Hartmannsson, 11.2.2025 kl. 19:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning