13.2.2025 | 12:27
Spillingafnykur Samfylkingarinnar
Að undanförnu hefur mikið verið rætt um aðför af flugvellinum og greiðslur til stjórnmálaflokka. Í þessum umræðum er Samfylkingin miðdepillinn sem skýlir vanhæfum embættismönnum.
Nú er ljóst að flugvöllur er í raun ekki starfshæfur því að lágmarki þarf tvær brautir. Samt er málið látið rekast þannig áfram að ekki er hægt að fella nokkur tré til að viðhalda flugöryggi. Í sjálfu sér færðu ekkert verri lund þarna þótt tréin fari. Annar stór vandi í Öskjuhlíð (á við um Heiðmörk líka) er að engin grisjun á sér stað. Þetta fær að vaxa án allra afskipta sem gerir það að góðum eldsmati. Þetta virðat hvorgi embættismenn né kjörnir fulltrúar sjá. Vanhæfnin er slík eða er það spilling?
Fjárframlög til stjórnmálaflokka afgreiddi ráðherra Samfylkingarinnar (sem ekki var kosinn) að væri í góðu lagi. Sem betur fer ætla samtök skattgreiðenda að kæra það og vonandi ratar það til dómsstóla.
Lítið hefur farið fyrir annarri kæru. Nú vill svo til að heilbrigðisráðherra var fyrrverandi landlæknir og það liggja fyrir nokkrar kærur sem gerir hana vanhæfa að sjá um. Af illri nauðsyn þá sá Samfylkinin þann besta kost að láta samráðherra (Jóhann) úr sama flokki sjá um málin. Já þið lásuð rétt samrflokksmann! Hvernig getur slíkur maður verið hlutlaus? Að halda því fram að hann geti tekið á málum af hlutlægni er ekkert annað en skemmt epli.
Alma átti auðvitað aldrei að verða heilbrigðisráðherra og nægir það að nefna þessar kærur. Að stjórnsýslan ætli að leyfa framkvæmd mála að vera á þennan hátt heitir á flestra máli spilling. Það er algerlega borin von að samflokksmaður eða samráðherra í ríkisstjórn geti verið hlutlaus gagnvart fyrri störfum samflokksmanns.
Hvernig þessi skandall hefur farið framhjá almenningi má auðvitað skrifa á vita vonlausa fjölmiðla.
Athugasemdir
Tré á Íslandi innihalda slíkan raka að þau gera ekkert annnað en að bôrkurinn sviðnar, eiga erfitt með að brenna algjôrlega nema í algjôrum eiðimerkur þurrki.
Sjúkraflugi átti fyrir lôngu að flytja til KEF Efla sjúkraþjónustu í Reykjanesbæ með að gera samning við Danmôrk um umônnun sjúklinga frá Færeyjum, Grænlandi og þá um leið taka við sjúklingum af landsbyggðinni.
Reykjavík gerir ekki meira kraftaverk en Keflavík ef heilbrigðismál þar eru stórlega elfd?
Engin tré þar sem við þurfum að deila um til að fella.
Og engin deila um hver þurfti að falla vegna umferðar ôngþveitis á Landsgettóarspítala Reykjavíkur.
L (IP-tala skráð) 14.2.2025 kl. 03:38
Þar sem þú kemur ekki undi nafni þá get ég alveg sagt að þetta er innihaldslausasta athugasemd sem ég hef séð. Í fyrsta lagi þá eru það dauð tré sem brenna ásamt því að dauðar greinar, séu þær ekki grisjaðar, hefja rotnun í jarðvegi sem gerir jarðveginn eldfimari. Það er ekki svo langt síðan að stórt svæði brann í Heiðmörk og löngum verið varað við þessu af slökkvuliðinu. Um sjúkraflug þá er ég ekki viss um að þú skiljir hvað það er og hvers vegna svona erfitt er að vera með litlar vélar á Keflavíkurflugvelli.
Rúnar Már Bragason, 14.2.2025 kl. 09:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.