18.2.2025 | 11:24
Ofmat á getu Kínverja
Mér er hefur alltaf þótt vera verulegt ofmat á getu Kínverja sem stórveldi. Vissulega hefur verið hagvöxtur í mörg ár, líkt og í Japan á sínum tíma, en samt sem áður hrundi Japanska kerfið. Það sama mun gerast fyrir Kínverska kerfið og tvær stórar ástðæður er fækkun Kínverja og aldurssamsetning. Fleiri þættir eins og frumkvæði og frelsi til athafna aftrar landinu að stækka almennilega.
Þetta endurspeglast í fjárfestingaleiðinni Braut og belti þar sem Kína lánaði löndum til framkvæmda. Margt af þessum framkvæmdum eru bara alls ekki góðar og óvíst um endurheimtu. Málið með Kína og þótt hafir lánað út um allar trissur þá þarf að endurheimta féið og ef það gengur illa hver á þá að lána þér?
Stjórnarfarið í Kína er þannig að frumkæði er drepið. Hin ósveigjanlega hlýðni skilar ekki nýjungum en vissulega getur mannað verksmiðjur. Þar stendur nefnilega hnífurinn í kúnni hvernig ætlarðu að koma með nýjungar þegar svo fáir þora að koma með þær. Nýjungar vaxa ekki af ríkisfyrirtækjum heldur koma margar sjálfssprotnar þegar fólk sér tækifæri. Ríkisfyrirtæki þarf ekki aukin tækifæri þegar vel gengur og hefur yfirtekið markaðinn.
Ríkisstjórn Íslands vill einmitt fara í svona umhverfi því ESB stefnir nákvæmlega sömu leið. Kannski verður umpólun víst Bandaríkjamenn eru að slá á putta ESB landa og sýna þeim fram á hversu berskjölduð þau eru.
Indland er samt það land sem hefur miklu meiri möguleika en Kína.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning