Afarkostir ekki góð stjórnun

Að halda því fram að eitthvað sé óumflýjanlegt er að setja afarkosti og það er ekki góð stjórnsýsla. Kílómetragjaldið er auðvitað ekkert annað en landsbyggjaskattur sem hygglir innflytjendum matvara, lækkar gildi unnins sjávarfangs og verður varla til þess sð eldsneytisverð lækki samhliða að fullu. Líklega mun enginn fylgjast með því og menn yppa öxlum þegar búið er að hækka álögur á almenning.

Varðandi eldsneytisverð víst hætta á olíugjaldi og einhverju fleiru þá ætti það að þýða lægri skattar séu á eldsneytisverð. Fáum við þá breytilegra verð í takt við heimsmarkaðsverð?

Fíflagangur fjármálaráðherra, sem enginn kaus, er enn meiri að hann boðar að taka þetta upp um mitt ár í stað þess að fylgja fjárlögum um áramót. Þetta sýnir svart á hvítu að kílómetragjald á að skila meiru í ríkiskassann sem þýðir hærri skatta á almenning.

Þessi ríkisstjórn hefur sett íslandsmet í heimsku á fyrstu dögum sínum og heldur áfram að bæta um enn betur. Ráðherrar virðsta í engum takti við samtímann.


mbl.is Segir kílómetragjald „óumflýjanlegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband