Stjórnendur í Evrópu ættu að standa með friði

Frekar kjánalegt er að fylgjast með viðbrögðum stjórnenda í Evrópu við útspili Bandaríkjana. Fyrst með að skamma þá aðeins og síðan að hefja friðarviðræður um Úkraínu án þeirra.

Eina svarið sem þeir hafa er stríðsæsingur í nafni lýðræðis og frelsis. Síðan hvenær hefur stríð verið frelsi veit ég ekki. Líklega er þetta sögulegt að stjórnendur missi hausinn öðru hvoru og halda að stríð sé lausnin. Því miður eru íslensk stjórnvöld pikkföst í sama grautarhaus.

Þótt ég geti ekki tekið undir Roger Waters með mál Palestínumanna þá hefur hann alla tíð gagnrýnt stríðið í Úkraínu og segir Zelenskí vera í vasa evrópskra leiðtoga. Hann er samkvæmur sjálfum sér með að hafna stríði og þar get ég tekið undir með honum. Þetta stríð í Úkraínu hefur ekki sýnt neitt vitrænt né að það frelsi Úkraínu og geri það lýðræðislegt. Nóg er að vitna í heilalausan Starmer sem finnst allt í lagi að kosningum sé frestað því svo erfitt sé að framkvæma þær á stríðstímum. Ekki er hægt að skilja orð hans öðruvísi en að í lagi sé að útiloka lýðræðið þegar hentar.

ESB er í djúpri kreppu sem ólíklegt er að leysist í bráð og gæti jafnvel hrundið af stað atburðarás á upplausn þess. Ekki mun ég gráta skrifræðið enda alveg með ólíkindum að einhver skuli hampa stjórnarfari þessa bandalags. Að vilja loka sig við lítinn hluta heimsins er frekar heimskulegt.

Ísland á betra skilið.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það gleymist líka oft að  Úkraínumenn eru fjölmörg þjóðarbrot

Ekki allt bardagamenn eins og Selensky vill halda fram, heldur venjulegir borgara frá stríðandi fylkingum; lýðveldissinna, aðskilnaðarsinna, rússneskrir yfirtökusinnar og svo eru á Krímskaga tatarar sem vilja ekki tilheyra neinum -sinnum né "þjóð"

svo nokkur dæmi séu nefnd

Aldrei verður hægt að passa upp á öll lýðræðisleg réttindi þessara hópa því "réttindin" hópana skarast

Grímur Kjartansson, 21.2.2025 kl. 16:35

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Góð athugasemd Grímur. Þetta gleymist of oft í umræðunni og þess vegna hljómar illa að nota klisjuna um lýðræði, eins og margir stjórnendur Evrópu gera.

Rúnar Már Bragason, 21.2.2025 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og þrettán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband