28.2.2025 | 15:01
Utanríkisráðherra föst í fornum heimi
Utanríkisráðherra fer mikinn í grein á visi.is þer sem hún nánast krefst þess að Ísland gangi enn lengra í alþjóðlegum skuldbindingum. Hún kallar þetta alþjóðalög líkt og margir fjölmiðlar gera.
Þar segir hún frá ræðu í mannréttindaráði SÞ þar sem hún hvatti ríki heims til að standa vörð um alþjóðakerfið. Hvaða kerfi hún er að tala um, fyrir utan að eiga við um vesturlönd, þá er erfitt að sjá að heimurinn sé að fylgja. Hér má sjá grein sem sýnir mynd af hversu frjáls heimurinn er. Fjölmennustu ríki heims, Kína og Indland, eru bara ekki að hlusta á svona vangaveltur sem utanríkisráðherra leggur fram. Megnið af Afríku og Asíu hefur enn minni áhuga.
Heimsskipan í dag er að taka breytingum og sú sýn sem utanríkisráðherra fjallar um er að hverfa. Hvað tekur við er ekki alveg ljóst en þó verður það margpóla heimur en ekki ein alþjóðleg skuldbindin líkt og gengið er út frá með SÞ.
Nær væri að fjarlægjast svona sýn og opna á mismunandi möguleika í alþjóðlegu samskiptum og alls ekki að koma nálægt ESB aðild. Utanríkisráðherra er á rangri leið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning