3.3.2025 | 12:03
Evrópa er að falla
Þetta eru ekki mín orð heldur Martin Amstrong (sjá hér) og ég get ekki annað en verið sammála manninum. Setning á ensku er svona: "Europe is falling, and this is why they need war." - Evrópa er að falla og þess vegna þurfa þeir stírð.
Tvennt leggur hann til ígrundunar að skuldirnar eru óhóflegar og samdráttur Þýskalands.
Utanríkisráðherra í klifjum stríðsáróðurs sér ESB sem einhverja töfralausn en skautar alveg framhjá staðreyndum. Evran er líklega búin að vera. Dollarinn mun ekki falla líkt og margir sjá fyrir sér. Það er í raun lítill grundvöllur að sameiginlegur gjaldmiðill nái að lyfta ESB upp. Lönd utan Evru gætu lyft einhverju upp en þá eru þau niðurnjörvuð í grænni slekju skrifræðisins. Orkulaus evrópa nær sér ekki á strik fyrr en endurnýjun orkustefnunar hefur komist í gagnið og það tekur nokkur ár.
Ljóst er að við höfum utanríkisráðherra og forsætisráherra sem ætla að draga landið niður í svaðið.
Athugasemdir
Það eina sem getur bjargað okkur, held ég, er að evrópa hrynji á kataklysmískan hátt áður en Íslenska Ríkið nær að troða sér þar inn.
Ásgrímur Hartmannsson, 3.3.2025 kl. 14:02
Skil vel hvað átt við Ásgrímur með yfirlýsingum stjórnarinnar. Það er nefnilega alveg eins líklegt að spá þín raungerist.
Rúnar Már Bragason, 3.3.2025 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning