Nei Daði vindorkukver við Búrfell mun ekki eyða tortryggni

Daði skautar létt yfir staðreyndir um vindorkuver. Orkuverið við Búrfell mun alltaf njóta samlegðar með vatnsorkuverinu sem er þar. Þannig fæst ekki sama niðurstaða ef annað vindorkuver er sett upp á fjöllum sem hefur ekki samlegðina með vatnsorkuveri.

Hann skautar einnig létt framhjá nýtingu þeirra, niðurgreiðslum og allri menguninni.

Gunnar Heiðarsson hefur tekið oft saman hversu illa vindmyllur nýtast til orkuöflunnar. Í þessari grein fjallar hann um sögu þeirra.

Tortryggni er af hinu góða og hjálpar okkur að skilja betur hlutina. Saga vindorkuvera í heiminum er ekki góð og flest ný verkefni hafa verið blásin af. Einfaldlega því þau borga sig ekki og það eru til betri leiðir að afla orku.

Einnig verður að nefna tengiverkið (dreifingu orkunnar) sem á Íslandi er þegar orðið gamalt og þarfnast endurnýjunar. Skotar hafa átt erfitt með endurnýjun og þurfa því að borga vindmyllorkuverum fyrir að afla ekki orku. Verði vindmylluorkuverum hent upp um landið, líkt og einkafyrirtæki sækjast eftir, þá er þetta mikil hætta á slíkum greiðslum til lokunnar þar sem eftir sitjum við neytendur með hærra orkuverð og hærri skatta. Fyrir utan allt þá hefur heldur ekki verið sýnt bein þörf á jafn mikilli uppbyggingu og hugmyndir um vindorkuver hafa komið fram.

Íslendingar hafa sinnt þessu af kostgæfni og ekki sett upp of margar virkjanir heldur fundið kaupanda að orkunni áður en framkvæmdir hefjast. Ekkert af einkahugmyndum vindorkuvera hafa neitt í hendi sér (eða það er mjög óljóst) með sölu á orkunni. Því orkan frá vindorkuverum er ekki nógu stöðug til að kaupa af ein og sér. Það þarf eitthvað annað að fylgja með t.d. vatnsorkuver. Þess vegna hækkar orkuverð þar sem orkuframleiðslan er ekki nógu stöðug. Þá þarf að leita í varaaflið sem setur dreifingu í hættu að ná ekki að sinna öllu sem þarf.

Tortryggni mín mun ekkert minnka og ég er alger andstæðingur að nota þennan óskapnað til orkuframleiðslu hér á landi þegar betri kostir eru til.


mbl.is Stærri hluti til nærsamfélagsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband