6.3.2025 | 12:06
Evrópa ekki sjálfbær til framtíðar
Ég hef áður skrifað um að fólki fari fækkandi í heiminum þar sem fæðingatíðnin er of lág. Þetta á við um allan heiminn og hér má sjá fæðingatíðni Evrópu. Þar kemur bersýnilega í ljós að hún nær ekki yfir 1,5 nema í 10 löndum sem þýðir að fyrir hverja 2 sem deyja þá fæðast 3. Til að þjóðfélög séu sjálfbjarga þarf fæðingatíðnin að vera 2,1. Þeim löndum í heiminum fækkar óðfluga.
Afleiðingar þess hafa lítið verið ræddar við almenning. Þetta gerbreytir öllum vaxtamöguleikum landa til framtíðar og þýðir á einhverjum tímapunkti þarf að finna aðrar leiðir en hagvöxt til að reikna út framtíðarspár.
Lönd eins og Úkraína þar sem fæðingatíðnin er 1 þýðir alger stöðnun og vonlaust að halda fram að hagvöxtur geti bjargað landinu því færri vinnandi heldur hefur áhrif. Hvernig heimsálfan ætlar að stækka her sinn eða standa í mannfrekum hernaði er frekar óljóst til lengri framtíðar.
Líklega þess vegna vill enginn í Evrópu ræða þetta ekkert frekar en í Asíu sem er í enn verri málum. Bandaríkjamenn eru á svipuðu róli og Evrópa.
Ég spáði því að fólki í heiminum færi fækkandi upp úr 2035 en þetta virðist gerast á ógnarhraða og gæti orðið enn fyrr. Held það sé kominn tími á að fara opna almennilega umræður um þessi mál.
Athugasemdir
Það versnar fyrir Evrópu, því vestar sem þú ferð, því minni áhuga hafa menn á að berjast fyrir landið.
2 ástæður:
innfæddir hafa ekki áhuga vegna þess að ríkið hatar þá, og þeir vita það.
innfluttir hafa ekki áhuga því þeir hfa engar rætur í landinu.
Þetta með fæðngartíðnina virðist hanga á því að enginn sér neina framtíð lengur. Menn hafa ekki áhuga á aðs tofna fjölskildu ef hún hrynur bara strax vegna einhverra gjörða ríkisins.
Sem leiðir aftur hugann að fyrri púnti mínum...
Ásgrímur Hartmannsson, 6.3.2025 kl. 15:34
Margt til í því Ásgrímur að sjá ekki spennandi framtíðarsýn þar sem sífellt er vegið að fjölskyldunni.
Mér finnst líka alltaf frekar skrýtið að tala um Kína verði stórveldi þegar fæðingartíðnin þar er 1,2, þeim fækkaði á síðasti ári og það eru engir flóttamenn eða farandverkafólk þar. Eina landið sem á möguleika á að verða stórveldí dag er Indland.
Rúnar Már Bragason, 6.3.2025 kl. 16:45
Þetta lagast allt eftir svona 500 ár.
Ásgrímur Hartmannsson, 6.3.2025 kl. 19:41
Var að lesa grein á NRK eftir sérfræðing sem ég reyndar man ekki nafnið á. Hann vill meina að ákvarðanir Trumps í tollamálum og einnig umhverfismálum eigi eftir að gefa kínverjum tækifæri á að taka forustuna í heimsmálunum. Hann byggir þetta á því að innflutningur evrópu á vörum frá bandaríkjunum muni minnka ekki bara vegna tollanna heldur einnig munu vörur tengdar umhverfismálum verða óseljanlegar. Þessar vörur eru t.d. bifreiðar sem knúnar eru jarðefnaeldsneyti. Kína leggur hinsvegar áherslur á Rafmagnsbíla sem eru í mikilli sókn. Þetta hefur ekkert að gera með hvaða skoðun við höfum á hlýnun jarðar. Það er einfaldlega "Inn " í heiminum í dag.
jósef Ásmundsson (IP-tala skráð) 7.3.2025 kl. 08:55
Deili ekki með þér að þessi spádómur hafi svo mikið gildi. Fyrir því eru nokkrar ástæður, 1. Stærsti kaupendamarkaður í heimi eru Bandaríkin, 2. Orkuframleiðsla er í engu samræmi við aukningu rafbíla, 3. Það er ekki nóg hráefni í heiminum til að rafbílar verði fleiri en eldsneytisbílar.
Allt annað er byggt á óskhyggju er auðvelt að deila um hvort hafi yfirleitt spágildi.
Rúnar Már Bragason, 7.3.2025 kl. 12:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.