Evrópa ekki sjálfbær til framtíðar

Ég hef áður skrifað um að fólki fari fækkandi í heiminum þar sem fæðingatíðnin er of lág. Þetta á við um allan heiminn og hér má sjá fæðingatíðni Evrópu. Þar kemur bersýnilega í ljós að hún nær ekki yfir 1,5 nema í 10 löndum sem þýðir að fyrir hverja 2 sem deyja þá fæðast 3. Til að þjóðfélög séu sjálfbjarga þarf fæðingatíðnin að vera 2,1. Þeim löndum í heiminum fækkar óðfluga.

Afleiðingar þess hafa lítið verið ræddar við almenning. Þetta gerbreytir öllum vaxtamöguleikum landa til framtíðar og þýðir á einhverjum tímapunkti þarf að finna aðrar leiðir en hagvöxt til að reikna út framtíðarspár.

Lönd eins og Úkraína þar sem fæðingatíðnin er 1 þýðir alger stöðnun og vonlaust að halda fram að hagvöxtur geti bjargað landinu því færri vinnandi heldur hefur áhrif. Hvernig heimsálfan ætlar að stækka her sinn eða standa í mannfrekum hernaði er frekar óljóst til lengri framtíðar.

Líklega þess vegna vill enginn í Evrópu ræða þetta ekkert frekar en í Asíu sem er í enn verri málum. Bandaríkjamenn eru á svipuðu róli og Evrópa.

Ég spáði því að fólki í heiminum færi fækkandi upp úr 2035 en þetta virðist gerast á ógnarhraða og gæti orðið enn fyrr. Held það sé kominn tími á að fara opna almennilega umræður um þessi mál.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband