12.3.2025 | 15:12
Að fá að vera memm í ESB
Utanríkisráðherra fer mikin þessa dagana og sér stjörnur yfir öllu sem Evrópuþjóðir gera og sér í lagi ESB. Nú vill hún senda bækling á landsmenn að safna mat ef ráðist væri á landi. Rökin eru að hinar norðurlandaþjóðirnar hafa verið að gera þetta (sic!).
Svandís Svavarsdóttir var nú aðeins jarðtengdari og vildi efla matvælaöryggi í landinu sem er mun mikilvægara skref þar sem við búum á eyju og ef ráðist er á landið þá rofna allir möguleikar á flutningum til landsins.
ESB sinnar eru svo yfirfullir af lofti og ójarðtengdir að engin erfitt er að eiga samtal við þá. Thomas Möller ritar grein á DV þar sem hann vill meina skort á umræðum um ESB aðild. Hans einhliða sjónarhorn sér bara heillandi kosti í hillingum án þess að minnast á einn þátt á móti. Þetta gera nefnilega ESB sinnar því þeir geta ekki rökrætt málin út frá kostum og göllum heldur sjá bara í hillingum alls konar kosti.
Tökum dæmi úr greininni:
"Meirihluti landsmanna er hlynntur fullri aðild samkvæmt nýlegri könnun Maskínu fyrir Evrópuhreyfinguna þannig að viðræður munu mjög líklega hefjast í kjölfarið."
- Síðan hvenær hefur skoðannankönnun ákveðið hvað þjóðin vilji gera?
"Helstu kostir aðildar fyrir fyrirtækin á Íslandi eru lægri vextir, aukinn stöðugleiki, aðgangur að styrkjum til nýsköpunar, auknar innviðafjárfestingar fjármagnaðar úr sjóðum ESB, aukin erlend fjárfesting og aukin tækifæri til útflutnings og samstarfs við evrópsk fyrirtæki."
- Það er ekkert öruggt um lægri vexti við það að ganga í ESB
- Er samdráttur á ESB svæðinu merki um aukinn stöðugleika?
- Aðgangur að styrkjum kemur ekki í veg fyrir að Ísland þarf að greiða í sjóði ESB
- Aukinn erlend fjárfesting er staðhæfing sem segir ekkert til að um hvað gerist
- Aukinn tækifæri til útflutnings, átti ekki EES aðildinn að sjá til þess?
- Samstarf við evrópsk fyrirtæki, hvað kemur í veg fyrir það í dag?
"auka samkeppni á banka- og tryggingamarkaði og skapa aukinn aga í hagstjórn og kjarasamningagerð þar sem möguleiki á gengisfellingu gjaldmiðilsins verður úr sögunni."
- Bankar og tryggingafélög hafa fullt leyfi til að koma í dag en hafa ekki áhuga. ESB aðild breytir engu þar um.
- Aukinn aga í hagstjórn þarf ekki ESB aðild til þess.
- Gengisfellingu gjaldmiðils vegna kjarasamninga, sé því sleppt eykst atvinnuleysi í staðinn.
"Ef einhver heldur að einangrunarhyggja sé svarið við þessum áskorunum, þá er mitt svar þvert á móti aukið alþjóðasamstarf sem leiðir til sterkari Evrópu"
- Er það ekki einangrun að festa sig við 450 miljóna markað í stað þess að opna á heiminn?
"Það vantar að mínu mati vandaða og faglega umræðu um ESB málin hér á landi hjá atvinnulífinu, launþegahreyfingunni, háskólasamfélaginu og almenningi."
Þessi lokaorð segja ansi mikið. Haft er uppi allskonar fullyrðingar er varað vexti og aukna samkeppni án innstæðu. Ekki er minnst orði á galla eða hvort að fullyrðingarnar eigi sér raunverulega stoðir.
Minnumst þess að það eru ekki fastir vextir í ESB. Að það sé samdráttur (mjög lítill hagvöxtur) á svæðinu. Ísland yrði jaðarríki í ESB og þau fara oftast verst út úr slíkum samböndum. Allir gjaldmiðlar sveiflast og evran er engin töfralausn, sé hún notuð er líklegra að atvinnuleysi aukist í landinu. Sjóðir verða ekki til af sjálfu sér og einhver þarf að greiða í þá.
Þótt sumir sjái evrópu sem allan heiminn þá er þessi heimshluti í mikilli kreppu sem eykst m.a. vegna öldrunnar. Fjárfestingar snúast um að geta framleitt og skilað af sér vöru. Þegar ekki má virkja til að framleiða orku þá er óljóst af hverju aðrir ættu að fjárfesta þegar orkuna skortir til að framleiða. ESB aðild hefur ekkert með það að gera ekkert frekar en að aga sig og sinna betur hagstjórnarmálum.
Væri ekki nær að draga sig frá þessu sósíalísku umhverfi og vinna eftir skynsömum lausnum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning