23.3.2025 | 22:11
Hvað er bakslag í loftlagsmálum?
Eitt furðulegasta viðtal sem ég hef lesið kom á visi.is. Þar segir formaður loftlagsráðs að hann finni til með Carbafix að hafa verið gert afturreka í Straumsvík. Að ríkisstarfsmaður skuli telja það missi að einkafyrirtæki fái ekki að taka brota brota brot af koltvísýringi í andraúmsloftinu til að sprauta ofan í jörðina. Löngum er nefnt hversu hættulegri skriffinnar ríkisins eru.
Þrátt fyrir að hafa misst af því að Indverjar hafa aldrei í sögunni notað meira af kolum á einu ári, sem þetta verkefni Carbafix nær ekki nema brota brot af aukningunni, þá heldur hann virkilega að loftslagið sé okkar að stjórna.
Blaðamaður spyr hann um bakslag í loftlagsmálum og hann svarar því játandi og telur sig hafin yfir náttúruöflin að gera hluti sem breyta þessu. Fyrir utan það að vera á kolröngum stað í heiminum til að minnka útblástur þá höfum við svo afar takmarkaða þekkingu á því hvernig náttúran tekst á við koltvísýring.
Sem betur fer var hætt við verkefnið og það ætti einnig að hætta við verkefnið í Hvalfirði. Jafnvel loka þessu á Hellisheiði.
Það er eins og allar leiðir sem hafa verið farnar til að draga úr útblæstri, minnka eldsneytisnotkun og betri umgengni um hluti sem vitað að eru mengandi hafi aldrei verið gerðar. Í svokölluðum loftlagsmálum er eins og allir tali um að þetta sé eins í London á sjötta áratug síðustu aldar. Hversu langt frá þeim stað eru vesturlönd í dag?
Ekki fleiri svona skítaverkni.
Athugasemdir
Eru fleiri svona skítaverkefni; segirðu.
Carbfix virðist hafa hugmyndir um að flytja þetta verkefni, sem féll upp fyrir í Hafnafirði, til Húsavíkur. Það eru svo ofboðslega margir milljarðar af ESB styrkjum í húfi, -heilir 17 að mig minnir. Hvað gerir fólk ekki fyrir peninga?
Magnús Sigurðsson, 24.3.2025 kl. 06:18
Þetta er eins og með vindmyllubarónanna. Ef einn staður neitar þá er það bara næsti og næsti ...
Rúnar Már Bragason, 24.3.2025 kl. 14:45
Já, það var sannarlega þjóðþrifaverk að gera Carbfix afturreka með þetta rugl.
Vonandi verður þessum formanni loftslagsráðs ekki að ósk sinni að takist að vekja þennan draug upp aftur.
Daníel Sigurðsson, 24.3.2025 kl. 18:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning