Valdafórnir ríkisstjórnarinnar

Eftir sem atburðarásin í máli Ásthildar Lóu vindur fram virðist ljóst að henni var fórnað af ríkisstjórninni. Eitthvað sem kemur ekki á óvart frá Ingu Sæland sem hefur verið dugleg við að skipta fólki í og úr flokknum.

Svo lítur út fyrir að forsætisráðherra hafi lagt gildru fyrir Ásthildi og hún því miður fallið í hana. Að leka í hana að erindi hafi komið inn á borð er varðar hana án þess að gefa upp um hvað málið snýst er ákveðin gildra. Hvernig mun hún bregðast við? Því miður fyrir Ásthildi þá féll hún í gildruna og tók ákvörðun að fara framhjá stjórnsýslunni, og þar með var henni ekki sætt lengur í embætti.

Forsætisráðherra er samt engan veginn undan þegin bellibrögðum sínum og þarf að svara fyrir það af hverju var ekki farin leið stjórnsýslunnar, með það fyrir augum að fella málið niður eða halda fund og viðurkenna að málið sé ekki efni afsagnar.

Að fjölmiðlar hafi smjattað á þessu er annar handleggur enda risið mjög lágt á íslenskum fjölmiðlum þessi dægrin.

Enn og aftur þarf stjórnin að láta almenning vita að hún standi traust og samhuga sem frekar segir manni að þetta rétt hangi allt saman. Spurningin er frekar hversu langt er langlundargeð þjóðarinnar gagnvart svona lélegri ríkisstjórn.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband