26.3.2025 | 12:15
Ríkisstjórnin hvetur til verðbólgu
Boðaðar skattahækkanir ríkisstjórnarinnar munu ekki leiða til neins annars en verðbólgu og versandi atvinnuástands. Í algerri andstöðu við það sem boðað var fyrir kosningar. Jú skattahækkanir voru boðaðar en þá er verið að tala í andstööu við lækkun verðbólgu. Þetta tvennt fer aldrei saman.
Í gær var frétt þar sem formaður Eflingar segir satt að verðbólguhvetjandi laun bæjarstjóra, sem hækka tvisvar á ári, er forsendurbrestur þess að lækka verðbólgu. Hér á landi hélst verðbógla lág í mörg ár með því að frysta launahækkanir. Síðan komust kommúnistar að sem vældu um of lág laun miðað við vinnuframlag og verðbólga hefur verið stöðug síðan. Það skrýtna er að þrátt fyrir hærri laun er vandséð að vinnuframlagið sé nokkuð meira. Með öðrum orðum það var engin verðmætasköpun við hækkun launa þeirra.
Nú boðar ríkisstjórnin tvöföldun veiðileyfagjalda (+ hagnaðar af rekstri ef einhver verður eftir) og halda því fram að þetta sé í lagi. En það á sér engin verðmætasköpun stað svo það eina sem kemur í kassann er verri afkoma fyrirtækja, minni fjárfesting og færri störf. Allt liðir sem hækka verðbólgu. Hagfræðiskilningur stjórnarinnar er nákvæmlega enginn.
Minnumst þess að fiskideginum mikla var hætt vegna hás kostnaðar við eftirlit og öryggi. Það voru einmitt reglur frá Evrópu sem kröfðust þess og svo heldur þetta fólk að við höfum það svo miklu betraí ESB. Verðbólga í ESB er svo lág vegna þess hversu lítið er fjárfest þar og sum lönd jaðra við samdrátt.
Staðreyndin er sú að Ísland er hætt að standa undir launum ríkis- og sveitastjórna vegna þess að engin verðmætasköpun á sér stað. Við getum ekki hækkað laun stjórnenda tvisvar á ári án þess að auka verðmætasköpun og fjárfestingar í landinu. Hvers vegna eru þá verið að stefna á að minnka þær?
Að tala um leiðréttingu er enn heimskara og sýnir vel að þetta lið veit ekkert, nákvæmlega ekkert, um hagfræði.
Athugasemdir
Mig grunar sterklega að þetta sé liður í áætlun ríkisins að eyða fiskvinnzlu í landinu.
Planið er, held ég, að setja hana á hausinn, og búa svo til flókið styrkjakerfi, til þess að frekar arðræna borgarana. Þá sem enn hafa vinnu, meina ég.
Peningarnir koma svo bara að láni frá Kína, í gegnum EB.
Svo, þegar allt verður komið í kalda kol, þá kaupa bandaríkjamenn landið fyrir 15 krónur, það verður ekki meira virði en það.
Ásgrímur Hartmannsson, 26.3.2025 kl. 13:48
Mér þykir þú bjartsýnn að það verði svo mikið virði þegar búið er að rústa öllu. Kommarnir eru svo veruleikafirrtir: https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2025/03/26/markmid_um_ad_stodva_hallarekstur_hins_opinbera/
Rúnar Már Bragason, 26.3.2025 kl. 15:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning