27.3.2025 | 23:52
Tekur gervigreind saman ruslið eftir okkur
Eitt það umtalaðasta í tölvuheiminum er gervigreind og hún sé að umbreyta öllu saman og taka yfir störf okkar. Eiginlega meira í ætt við heimsendaspár heldur er raunveruleikann og hægt er að leggja út frá mörgum rökum sem hafna þessu.
1. Gervigreind mun ekki taka saman ruslið eftir okkur. Ef ekki er til efniviður í rafbíla þá er varla til efniviður í tæki til að safna ruslinu eftir mannfólkið.
2. Að byggja hús er ekki enn gert af róbótum eða gervigreind. Að hanna hús er hægt með gervigreind en það byggir þá á því að hafa öll hús út frá ákveðnum þáttum.
3. Bill Gates spáir því að eftir standi störf forritara, lífefnafræðinga og í orkuvinnslu. Hvað eiga allir hinir að gera? Hver framleiðir mat og skemmtanir fyrir þá sem enn vinna? Hvað með listsköpun eða handverk?
4. Þó gervigreind geti safnað miklum gögnum og útungað texta, myndefni og fleiri á stuttum tíma þá skapar hún ekki neitt í raun. Þetta er allt byggt á því sem er þegar þekkt. Ef nýsköpun er á undanhaldi vegna yfirtöku gervigreindar hvernig lærir gervigreindin þá nýja hluti? Með öðrum orðum það verður stöðnun eða réttara sagt bakslag þar sem hlutirnir breytast ekkert.
5. Þar sem hlutverk fólks staðnar þá hafnar það þessu með tímanum og leitar í annað.
6. Hvaðan á orkan að koma? Ef ekki kemur til nýrrar orkuöflunar þá kemur algert bakslag í framfarir á gervigreind.
Þessi ofurtrú á að tölvur breyti öllu gerist mun hægar en spámenn segja. Fyrir 40 árum spáðu menn að prentun myndi deyja út. Vissulega í skötulíki í dag en samt enn til staðar. Spámenn sögðu að vinyl plötur myndu deyja en samt seljast þær enn.
Ofmat á tölvutækni er ekki nýtt og þetta tekur mun lengri tíma en spámenn segja til um. Í dag vantar orku og efniviður er ekki nægur til að gera mannfólkið að ónytjungum.
Athugasemdir
AI framleiðir enga list, bara "content."
Man vel eftir því þegar einhver las upp bók sem hafði verið skrifuð af gervigreind.
Var ekki að virka.
Getur auðveldlega gert fyrir þig ritgerð, en þú munt þurfa að fara yfir hana og leiðrétta.
Ásgrímur Hartmannsson, 28.3.2025 kl. 15:29
Gervigreind er draumur kommúnista það eiga allir að vera eins. Enginn má skara framúr eða gera eitthvað eftirminnanlegt.
Rúnar Már Bragason, 28.3.2025 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning