31.3.2025 | 10:46
Tækifærissinnuð ríkisstjórn
Íslandi í dag er stjórnað af tækifærissinnum. Það átti einnig við um síðara tímabil síðustu ríkisstjórnar. Í raun má segja að aðeins ein ríkisstjórn síðan eftir hrun hafi fylgt eftir smá snefil af stefnu þegar Sigmundur fékk forsætisráðuneytið. Allar hinar hafa meira og minna verið tækifærissinaðar.
Tækifærissinnum er að finna á öllu litrófi stjórnmála en því miður hafa allar stefnur gefið eftir á Íslandi enda lítill framgangur í landinu eftir hrun. Fjölgun ferðamanna var ekki stefna heldur tilviljun sem átti sér stað.
Með hækkun veiðileyfigjalda er farið eftir stefnu tækifærissinna og fyrir því eru þrjár megin ástæður:
1. Að halda að gjöldin séu stöðugar tekjur.
2. Að halda að það sé línulegt samband upp á við en ekki sveiflukennt.
3. Að gera ráð fyrir að hafi ekki áhrif á aðra þætti í atvinnulífi landsins.
Sömu þættir eiga við um bjánalega kommúnísku 5 ára fjárlagaáætlanir sem hafa aldrei staðist og leyfi mér að fullyrða að munu aldrei standast. Aðal ástæðan fyrir því er að það vantar stefnu. Svörin undanfarið í utanríkismálum er gott dæmi um tækifærisstefnu þar sem eitt svar er í dag en annað á morgun. Eitt við á um ákveðið ríki en allt annað um hitt ríkið, þótt megi finna ákveðinn sama grunn að baki.
Líkja má tækifærissinum við draugaskip. Þau halda floti en eru ekki á neinni leið, hvað þá á leið í land.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning