3.4.2025 | 10:09
Mannréttindi eins hóps hefur alltaf áhrif á annan hóp
Einhver skrýtnasta mýta síðustu ára er að mannréttindi hafi ekki áhrif á aðra. Vissulega má gera betur gagnvart einhverjum hóp en að halda að það gerist í tómarúmi er heimska. Vinstra fólk hefur verið mjög upptekið af mannréttindum og gert það að sínu helsta baráttumáli. Útkoman eru alls konar þvinganir á aðra hópa.
Þannig fá t.d. þeir sem vilja skipta um kyn mun meira vægi í umræðu og fjölmiðlum en þeir sem nota táknmál sem sitt aðalmál. Samt er sá hópur stærri og þarf meiri aðstoð til að ná almennilega sambandi við aðra, þar sem fáir kunna eitthvað í táknmáli. Undanfarin ár hafa tröllriðið yfir okkur að við eigum að gera hitt og þetta fyrir þá sem vilja skipta um kyn, breyta tungumálinu, flagga o.s.frv.
Hvað gerum við fyrir þá sem tala táknmál á sama tíma. Nákvæmlega ekkert meira en gert hefur verið hingað til. Þannig að sá hópur fær ekki aukin mannréttindi en hinn hópur á að fá allt. Þjóðfélag geta ekki þrifist undir svona kringumstæðum. Fyrir þá sem vilja skipta um kyn þá verða þeir að sætta sig við að þvinganir gagnvart öðrum ganga ekki upp. Það hefur svo oft sannað sig í gegnum tíðina og þekktast í dag er úr seinni heimstyrjöldinni.
Mannréttindi koma einnig mikið við þegar talað er um Palenstínumenn. Hins vegar er ekki minnst á það þegar talað er um Sýrland, Líbanon, Armeníu, Yemen og fleiri lönd. Þá allt í einu skiptir umræðan um mannréttindi ekki eins miklu máli.
Staðreyndin um hugtakið mannréttindi er að það er svo misnotað í pólitískum tilgangi að ekki stendur steinn yfir steini hver merkingin er þegar það er notað í fjölmiðlum eða umræðu. Hefurðu hugleitt það að við hækkun veiðileyfigjalda þá ertu að taka mannréttindi af fólki sem vinnur í þessum geira?
Auðvelda svarið er að svo sé ekki heldur sé þetta leiðrétting. Þá spyr á móti leiðrétting fyrir hvern? Þegar hugtakið mannréttindi er notað í pólitískum tilgangi þá tapa allir.
E.S. Líklegt er að ungt fólk skilji ekki orðanotkunina steinn yfir steini og því verður að spyrja hvað um mannréttindi íslenskrar tungu að vera skilin?
Athugasemdir
Alvöru mannréttindi (ekki þau sem fela sér í misnotkun hugtaksins) gilda fyrir alla. Líka þá sem þurfa ekki endilega á vernd þeirra að halda núna því það er aldrei að vita hvað gæti komið fyrir seinna. Vissulega geta (alvöru) mannréttindi sett sumum skorður til að vernda aðra en þá er það í þeim tilgangi að vernda þá sem standa höllum fæti fyrir yfirgangi hinna stærri og sterkari. Oft vegast ólíkir hagsmunir og réttindi á en þá ætti markmiðið að vera að jafna réttarstöðuna svo að sá sem er sterkari og frekari geti síður valtað yfir hina.
Guðmundur Ásgeirsson, 3.4.2025 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning