8.4.2025 | 11:07
ESB sinnar eru vinstri sinnar
Könnun þar sem helmingurinn tekur ekki þátt getur ekki útlistað neinu um hvað þjóðinni finnst. Þetta getur vel verið niðurstaða könnuninnar en ef staðalfrávikið er ansi hátt þegar helmingurinn svarar ekki.
Niðurstaðan er, eins og vitað var fyrir, að þetta mál klýfur þjóðina í tvennt og langt frá því að vera sáttaleið um pólitíska framtíða landsins.
Flokkur eins og Viðreisn heldur að hann sé hægri flokkur en allt sem hann framkvæmir er svo mikið til vinstri að hálfa væri nóg. Það er voða gaman að blekkja sjálfan sig en flokkur sem vill ganga í kommabandalag ESB er ekki hægri flokkur. Ekkert frekar en flokkur sem vill auka enn frekar veiðileyfagjald í sjávarútvegi er ekkert annað en helber vinstri flokkur.
Það allra skondnasta er að ræða við ESB sinna um aðild að ESB. Þar koma frasarnir eins og vextir, spilling, styrkir, gjaldmiðill og eitthvað álíka. Síðan þegar maður spyr aðeins upplýsts efni, eins og breytilegir vextir í ESB, þá er fátt um svör. Þar er alltaf miðað við vexti seðlabanka evrópu eins og það séu vextir sem allir bankar evrópu noti. Alveg eins og á Íslandi er vextir seðlabanka einungis viðmið en ekki sannindi. Ekkert frekar en það að minni lönd borga hærri vexti en þau stóru.
Staðreyndin er sú ef Ísland næði viðmiðum um inntöku evru þá væri engin þörf fyrir evru. Þá væri vaxtakostnaður líklegri til að vera lægri en í ESB. Vaxtatalan segir ekki alla söguna en í dag er vaxtakostnaður á svipuðu róli hvað sem ESB sinnar segja. ESB sinnar tala aldrei um vaxtakostnað því það sýnir svo vel innihaldsleysi í frösum þeirra.
Það er voða þægilegt að tala í frösum og sleppa að taka inn alla gallana en það er ekki rökræða heldur áróður.
![]() |
Ríflega 44% eru hlynntir því að Ísland gangi í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning