Sjálfvirkni sem kölluð er gervigreind

Eftir því sem ég les meira af greinum um gervigreind þá sést svo vel að þetta er söluorð til að selja þér virkni. Það er engin greind þarna á bakvið heldur er þetta þróun sem hefur átt sér stað síðust 40 árin, betri forritun og sér í lagi á endurteknum hlutum.

Margir fara með hástemmd orð um þetta en alltaf er lendingin að þetta snýst um sjálfvirkni á endurteknum hlutum en ekki greind sem færir okkur nýja þekkingu. Gervigreind er því ekkert annað en samansafn af fortíð okkar og mun ekki þróa nýja hluti. Heldur vinna það gamla á nýjan hátt sem þýðir betri forritun á því sem til er.

Björgmundur skrifaði grein á visi.is þar sem hann telur upp 14 störf sem munu finna fyrir sjálvirknivæðingunni. Allt störf sem nú þegar finna fyrir þessu: þjónuststörf, afgreiðslustörf, bankar, lögfræðingar, verkfræðingar o.fl. Hann nefnir líka kennara sem eiga að verða óþarfir en þarna held ég að hann skjóti yfir markið. Því þótt hægt sé að setja út efni staðlað þá þarf að kenna að lesa í efnið og það gerist ekki á sjálfvirkan hátt.

Athyglisvert er að hann, sem ráðgjafi, telur að þetta hafi ekki áhrif á störf þeirra. Satt að segja held ég að því verði einmitt öfugt farið ef forrit getur aflað þér upplýsinganna. Hann hefði alveg eins getað nefnt þingmenn sem virðast varla nenna að lesa alla lögfræðitextana sem þeir eiga síðan að kjósa um.

Mesta hættan við þessa sjálfvirknivæðingu er að hún verði notuð til að mata fólk af upplýsingum. Þar er svo einfalt að ganga út frá ákveðinni línu og við sjáum það svo glögglega í dag í meginstraumsfjölmiðlum.

Ein staðreynd sem gervigreind getur aldrei breytt: Hvað gerist þegar fólk verður svangt og það getur ekki borgað fyrir mat?


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband