Rósrauð ský Samfylkingarinnar

Þótt ráðherrann sé úr Flokki fólksins þá var hann nýverið að segja hversu samheldin ríkisstjórnin er. Út á við er látið sem allt sé í svo góðum höndum, líti svo vel út, séu samheldin og vinni verkin. Ekkert af þessu stenst neina skoðun enda vel í anda Samfylkingarinnar sem vinnur mikið út frá blekkingum og bælingum.

Annars eru þessar hugmyndir í menntamálum algerlega út í hróa og til þess fallin að veikja menntakerfið. Góðir námsmenn eru ekki hvattir áfram heldur á að setja alla í sama form. Samtalið gengur út á að próf séu svo vond en hver segir að það þurfi að vera eina mælikvarðinn. Hugmyndaleysið í menntamálum drepur alla framþróun og sættanlega nálgun á málaflokknum.

Það sama á við um veiðileyfagjöldin sem má helst ekki ræða. Í stað þess að segja sannleikann um skattahækkanir þá er reynt að blekkja með orðum eins og leiðrétting. Eina sem fæst út úr orðunum um leiðréttingu er að óleyfilegt sé að græða á rekstri.

Allar yfirlýsingar eru svo út úr samhengi og nú heldur ríkisstjórnin að einhverjir Íslendingar sækist eftir bardögum í Úkraínu.

Blekkingin um að allt gangi svo vel og samheldin er ekki góð. Það er heilbrigt að karpa aðeins til að fá sættanlega niðurstöðu. Ef allir fylgja einni línu, þeirri rósrauðu, þá er verið að bæla niður.

ESB vitleysan er alveg sér kapitúli og flokkur sem segist vera á móti en vill ganga leiðina fer bara sömu leið og VG fór.

Vonandi vaknar þjóðin sem fyrst!


mbl.is „Enginn skilur hvað eigi að taka við“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og sautján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband