Kína beitir blekkingum og sama er gert með gervigreind

Það er vel útlistuð grein á Zerohedge sem fer vel yfir hvernig Kína beitir blekkingum við birtingu hagtalna hjá sér. Þegar þær verða óþægilegar þá er einfaldlega hætt að birta þær. Margir halda því fram að Kína sé stórveldi vegna hagsældar þar en taka ekki tillit til blekkingarinnar. Tökum sem dæmi fasteignamarkað sem er svo illa fjármagnaður að hann stendur engann veginn undir sér. Samt er haldið áfram að byggja. Þetta getur ekki annað en endað með ósköpum.

Það spurðist út að Kínverjum fækkaði í fyrra og það er alveg ljóst að þeim mun ekki fjölga í nánustu framtíð, nema hleypi flóttamönnum inn í landið. Atvinnuleysi meðal ungs fólks að fyrir marga er erfitt að sjá framtíð með fjölskyldu.

Margt í kringum gervigreind er beitt af svipaðri blekkingu. Nú er hugbúnaður varla auglýstur nema bætt sé við AI og það þrátt fyrir að eiginleikinn hafi verið til staðar áður en farið var að auglýsa gervigreindina. Alltof mikið af þessu er blásið upp sem eitthvað rosalegt en í raun eingungis í skötulíki.

Evrópubandalagið er farið að fylgja sömu línu og ríksistjórn Íslands fylgir auðvitað sömu línu. Áhugaverð umfjöllun um söguskoðun á WWII á rt.com sýnir vel hvernig blekkingum er beitt til að fegra stöðu. Þetta gerðu vesturlönd og vildu helst stroka yfir allt sem Rússar áorkuðu í styrjöldinni.

Að blekkja er ekkert nýtt en fær mann til að hugsa: Höfum við einhverntímann séð hinn raunverulega heim?


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og sautján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband