13.5.2025 | 12:57
Utanríkisráðherra tókst að gera eitthvað að viti
Hún hafnaði umsókn Rastar um mengun sjávar sem átti að hafa það að markmiði að auka kolefnisbindingu. Einhver mesta firra og fáránleikaháttur sem fundinn hefur verið upp. Nú stóð utanríkisráðherra í lappirnar og hafnaði umsókn á lagatæknilegu atriði.
Gætu svo sem sótt um aftur en fjörðurinn fær allavega frið þetta árið.
Hvernig mönnum dettur í hug að eyðileggja útivistarparadís í nafni rannsókna er ótrúlega vitlaust. Hreint út sagt lygilegt að þetta hafi komist á umsóknarform yfir höfuð.
Sigurinn er ekki alveg unninn og nauðsynlegt að halda vöku okkur. Ríkisstjórninni tókst að gera eitthvað jákvætt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning