21.5.2025 | 15:08
Vaxtalækkanir koma þegar ríkisstjórnin sýnir aðhald
Hvaða ríkisstjórn mun gera það er óljóst enda víst að vaxtalækkanir verða mun minni en vonast er eftir vegna þess að allt aðhald skortir. Skatthækkanir, sem eiga að laga tekjuhlið, virka ekki því oftast hafa þær áhrif á fjárfestingar sem minnka á móti. Þannig er ekkert aðhald því fjárlagagatið helst áfram. Það er ekki hægt að lækka það nema að taka verulegan niðurskurð eins og fjölda tillagna sem komu fram.
Því miður tók ríkisstjórnin innan við 1% af töllögunum og á einhvern óljósan hátt átti það að sýna aðhald. Satt að segja lifir ríkisstjórnin í draumaveröld sem á lítið skylt við veruleikann og þangað til hún vaknar þá verða vextir háir.
E.S. til skilnings þá þurfa ríki- og sveitastjórnir að skila hagnaði en ekki tapi ár eftir ár. Það eru þessar stjórnir sem stýra hversu hátt vaxtastigið er því þessar stjórnir þurfa lánsfé og eru til í að borga hærri vexti en t.d. fjárfestar.
Trump hefur fullan skilning á þessu en ekki marxistarnir.
![]() |
Pólitísk stefna að hafa vexti svona háa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning