Slökkva þingmenn á skynseminni eftir kosningar?

Þetta er alveg rétt hjá Guðrúnu að afskipti Víðis eru óeðlileg eða rétta sagt lögbrot. Það er ekki alþingis að sinna framkvæmdavaldi eins og Víðir er að gera. Þannig er ég ósammála Guðrúnu að alþingi eigi aðeins að veita ríkisborgararétt með undantekningum. Hið rétta er að alþingi á ekkert að koma nálægt því. 

Sagan sýnir okkur að þetta hefur verið ítrekað misnotað og háværa liðið í fjölmiðlum með tilfinningaklámið fengið fáránlega hluti í gegn. Staða þessa drengs er vond en það er fullt af öðrum börnum í Kólimbíu sem hefur það einnig vont. Er ekki viðbúið að við fáum holskeflu af ungum drengjum frá Kólimbíu næstu árin?

Allir eru búnir að gleyma þegar albanísk fjölskylda fékk landvistaleyfi út á grátkór háværa liðsins. Eftir það kom holskefla af Albönum og það þurfti sérlög til að skrúfa fyrir þetta. Endurtekning á lélegum stjórnvaldsaðgerðum virðist vera vaninn hjá þingmönnum á þessari öld. Framkvæmt án allrar hugsunar og skynsemin látin róa. Svo þegar allt er komið í óefni þá ber enginn ábyrgð.

Það er ekki bara Víðir sem hefur slökkt á skynseminni svo virðist sem flestir stjórnarliðar vita ekki hvað orðið þýðir og getir haga sér eins þeim listir. Þótt skoðannakannanir sýni fylgi þá er það ekki þjóðin sem stjórnarliðar leyfa sér að taka í óæðriendann með tilþrifum.


mbl.is Guðrún: Afskipti Víðis óeðlileg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var hann ekki bara að veita útlendingastofnun upplýsingar um stöðu mála. Ef Oscar hefði verið úthýst og fengi síðan ríkisborgararétt hefði þurft að koma honum aftur til landsins.

jósef Ásmundsson (IP-tala skráð) 4.6.2025 kl. 07:47

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Það er bara alls ekki hlutverk Víðis að upplýsa um eitt eða neitt fyrr en nefndin hefur lokið störfum og þá er sent út staðlað bréf. Ef þú vilt að stjórnsýslan virki eftir duttlungum löggjafavaldsins þá ertu að sækjast eftir stjórnkerfi Kína. Hélt ég byggi í lýðræðislandi.

Rúnar Már Bragason, 4.6.2025 kl. 08:33

3 identicon

það var útlendingastofnun sem tók þá ákvörðun að bíða með brottvísunina. Síðan lýkur þessi nefnd störfum og þá tekur útlendingastofnun endanlega ákvörðun. En auðvitað er það þessarar nefndar að upplýsa um málið en ekki nefndarmanns. En það gerði hún ekki en væri það nú ekki gott að þetta fólk talaði saman.

jósef Ásmundsson (IP-tala skráð) 4.6.2025 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband