Veldur gervigreind geðrofi og takmarkaðri sýn á heiminn

Ný rannsókn sem rt.com sagði frá segir að gervigreind hafi valdið geðrofi hjá einstaklingum sem ekki sýndu nein merki um geðveilur á neinn hátt. Kemur mér ekki á óvart því miðað við allar yfirlýsingar þá er gervigreind ofmetið fyrirbæri. Inn í það kemur ákaflega takmörkuð sýn á heiminn þar sem haldið er því fram að gervigreind yfirtaki nánast öll störf í heiminum.

Orðið gervigreind er yfirheiti yfir marga ólíka hluti sem hægt er að gera í tölvu. Þannig er mikið talað um gervigreind þegar talað er um sjálfvirkni. Margt er því óljóst um hvað gervigreind snýst nákvæmlega og til að mynda ChatGDP og álíka forrit eru meira sem leiktæki en sé verið að nota í raunveruleikanum.

Ellið Vigfússon kom með ágætis yfirlit yfir á visi.is um arðsemi fyrirtækja. Þar kom í ljós að arðsemi tölvufyrirtækja er frekar lág eða um 3% sem ýtir undir hvað er orðið erfitt að selja hugbúnaðar og tæknivörur. Þess vegna þarf nýtt yfirheiti eins og 4ja iðnbyltingin eða gervigreind sem er mjög grípandi.

Þetta er samt engin lausn fyrir hugbúnaðar- og tæknifyrirtæki því heimsmyndin á bakvið er svo þröngum ramma sett. Í stærðfræði er 1+1 alltaf 2 en ekki eitthvað annað. Ranghugmyndin um að hægt sé að fá út 3 eða eitthvað annað þegar 1+1 er lagt saman er of augljós. Á bakvið reikniverk gervigreindar liggur engin dýpt og þaðan af síður tilfinningar. Hvort tveggja þarf til að stíga skref fram á við en leiða má fyrir því sterk rök að við séum að taka skref til baka með samfélagsmiðlum sem stórt samskiptakerfi.

Ranghugmyndir hafa aukist verulega eftir því sem beinum samskiptum minnkar. Að fjölmiðlar séu að vitna í samfélagsmiðlaskrif, eða nota tölvupósta, til að skrifa efni kemur bersýnilega í ljós hversu yfirborðskennt flest efni verður. Það vantar alla dýpt í skrifin. Það er enn hægt að finna efni með dýpt en til þess þarf að leita vel og sífellt fleiri nenna því ekki og láta mata sig af yfirborðskenndu efni.

Gervigreind er ekkert að fara yfirtaka flest störf (enda alger þversögn í sjálfu sér). Nothæft tæki til að koma manni af stað eða stytta ferli í mesta lagi. Hversu mikið það stelur af þínum gögnum á sama tíma er nokkuð sem notandi ætti að hafa í huga.

Róbótar framtíðarinnar er fólkið sem lætur slík tæki móta líf sitt.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband