Er bygging vindmylluorkuvers minniháttar umhverfisáhrif

Sú furðulega staðhæfing í fréttinni að bygging vindmylla hafi minniháttar umhverfisáhrif er erfitt að trúa. Í fyrsta lagi þá er þetta 167,5 metra hátt sem er 2 og hálfur Hallgrímskirkjuturn sem sést mjög vel ofan af Kjalarnesi í meira en 10 km fjarlægð. Auk sjónmengunar þá er hljóðmengun, olíumengun, plastmengun og ónýtanlegur jarðvegur við byggingu vindmyllna.

Hvernig hann fær út að steypuklumpar í jörðu séu minniháttar umhverfisáhrif er mjög skrýtið og ekki síður uppbygging vega til að koma þessu á áfangastað. Þegar Kárahnjúkavirkjun var gerð þá tók rúmt ár að byggja upp veginn í gegnum Fagradal, leiðin er um 45 km frá Egilsstöðum til Reyðafjarðar. Í þessu dæmi er verið að tala um 118 km sem fer að stórum hluta um þjóðveg 1. Hvernig ætlunin er að beygja í 90° beygju í Borgarnesi kemur ekki fram. Líklega loka þeir bara bænum á meðan.

Þegar Færeyingar settu upp 100 metra vindmyllur hjá sér þá var það meiriháttar mál að koma þessu á staðinn. Hér er verið að tala um enn stærri vindmyllur að fara í gegnum bæjarfélag og fjölmennar leiðir á þjóðveginum. Fyrir utan það að vegurinn um Dalina er mjög illa farinn og þarfnast algerar uppbyggingar. Hver á að borga þá uppbyggingu?

Óraunsæið og blekkingar í þessum áformum er slíkt að nær væri að taka menn inn á teppið og gera þeim grein fyrir hverjum kostnaðalið sé á þeirra kostnað en ekki skattgreiðenda. Þetta á við um frá kaupum, flutningum, uppbyggingu, jarðraski, mengun, tengivirki og án efa fleiri þátta.


mbl.is Vilja reisa 167,5 m háar vindmyllur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur G Borgfjörð

Þessi vindmillu kaftæði ætti að loka fyrir sem fyrst. Ætlum við aldrei að læra af reynslunni frá öðrum.Flest allir sem hava tök á öðrum kosti að framleiða rafmagn en með vindmyllum hafa lagt niður þetta vindmyllu  rugl, niður. 

Haraldur G Borgfjörð, 5.7.2025 kl. 19:45

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvers vega vill enginn ráðast í að bora vindgöng í gegnum fjöll og setja upp túrbínur í þeim til að virkja dragsúginn? Nóg er af hvoru tveggja hér bæði fjöllum og vindi og þar sem mannvirkin væru neðanjarðar yrðu umhverfisáhrif í algjöru lágmarki.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.7.2025 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband