9.7.2025 | 09:46
Bjánaleg spurning í könnun gefur kjánaleg svör
Það er ekki við svarendur að sakast heldur framkvæmd könnuninnar. Líkt og með allar kannanir í dag þá er framkvæmd slök og spurningar þaðan af enn verri. Hef í gegnum árin tekið þátt í könnunum og reynslan er að spurningarnar verða alltaf lélegri með árunum.
Í þessu tilviki er spurt um afstöðu með eða á móti.
- Var spurt hvort viðkomandi hafi kynnt sér frumvarpið
- Var spurt hvort viðkomandi teldi þetta leiðréttingu eða skatt
- Var spurt um hvort viðkomandi hefði hugað af afleyðingum frumvarpsins
Eina sem má lesa úr niðurstöðum er að kynin segja þetta og að það fer eftir flokkum hvernig er svarað. Allt annað er bara bull og þvæla.
Oft eru spurningar þannig að maður spyr sig hvort enginn lesi þetta yfir.
Það er ekki hægt að segja hvar viðkomandi býr því eftir skráningu kemur ekkert fram hvort upplýsingar um flutninga séu gerðar.
Blaðamenn í dag lepja svona vitleysu upp án þess að setja nein spurningamerki við þetta. Líklega af því að þeir fá borgað fyrir að skrifa en ekki efast um innihaldið.
Sem sagt ómarktæk könnun sem notuð er í pólitískum tilgangi.
![]() |
Aðeins 17% þjóðarinnar andvíg veiðigjaldafrumvarpinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sama á við um könnun sem andstæðingar EES létu gera um málið sem er kennt við bókun 35 þegar þorri almennings hafði ekki hugmynd um hvað það snerist, þar með talin þau sem sögðust andvíg því en höfðu bara heyrt töllasögur byggðar á ranghugmyndum andstæðinganna sjálfra.
Guðmundur Ásgeirsson, 9.7.2025 kl. 21:57
Eðli spurninga í könnun skiptir ekki máli ef framkvæmd er röng. Eins og ég sagði þá eru skoðannakannanir notaðar í pólitískum tilgangi.
Rúnar Már Bragason, 10.7.2025 kl. 08:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.