Stenst fullyrðing utanríkisráðherra um utanríkisviðskipti

Hjó eftir því að utanríkisráðherra staðhæfði að 70% útflutnings væri til ESB landa (eða sagði hún Evrópu). Þarna liggur mikill munur því ef hlutfallið til Evrópu þá eru alls ekki öll löndin með evrur eða í ESB. Ál er í dollurum flutt til Hollands sem þaðan er flutt annað. Einnig eru álframleiðendur ekki í íslenskri eigu og við höfum lítið um sölu þess að segja.

Fiskurinn er um þriðjungur útflutnings en mikið magn af því fer til Bretlands sem er ekki lengur í ESB.

Fullyrðingin er mjög hæpin að heimsókn Ursulu sé réttlætanleg út frá útflutningi landsins því megnið af útflutningi er líklega ekki í evrum.

Ef blaðamenn væru aðeins meira vakandi og settu spurningamerki við þessa fullyrðingu utanríkisráðherra þá hefði maður smá trú á fjölmiðlum. Hins vegar lepja þeir allt upp án þess að blikna. Verra er það með þingmenn sem kveikja ekki á perunni.


mbl.is Biður um fund í atvinnuveganefnd með ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

INNLIMUNARSINNAR hafa hingað til verið duglegir við að halda því fram að útflutningur til ESB landa sé "ríflega" 50% (sem er haugalygi) en samt sem áður er hægt að standa á þessari vitleysu.  Því að afurðir álveranna, sem er um þriðjungur af útflutningi okkar, er fluttur til Rotterdam, þar er álinu skipað um borð í ANNAÐ SKIP SEM FRAMFLYTUR ÁLIÐ TIL KÍNA.  þarna fara ríflega 30% útflutningsins til ESB ANNAÐ og þá verður útflutningurinn niður í 20%.  En hvaðan Utanríkisráðherrann fær þessi 70% er mér hulin ráðgáta????????

Jóhann Elíasson, 22.7.2025 kl. 12:29

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Rök innlimunarsinna eru svo rýr að þeir þurfa að fela sig bakvið ímyndaðan samnings í stað þess að tala um staðreyndina, aðlögun. Sem fær mann líka til að hugsa ef evran er svona lítill hluti útflutnings hvernig hagnast Íslendingar á að taka upp evru? Innflytjendur eru áfjáðir í að taka upp evru því þá geta þeir hækkað verðið og skýlt sig á bakvið breytinguna eins og gerðist á Spáni.

Rúnar Már Bragason, 22.7.2025 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband