5.8.2025 | 11:17
Atvinnumálaráðherra sem veit ekki hvernig hagvöxtur verður til
Það kmeur ekki fram í þessari frétt en mátti sjá í grein á visi.is. Þar heldur hún því fram að við þurfum að flytja inn vinnuafl til að viðhalda hagvexti. Þetta gæti verið raunin fyrir Suður-Kóreu en Ísland er þetta af og frá. Til þess er fæðingatíðnin ekki orðin það lág og það sem eykur hagvöxt mest er meiri framleiðsla.
Þegar á að skattleggja allt í rjáfur þá eykst ekki framleiðsla heldur lækkar. Þessi ráðherra hefur engan skilning á slíku. Í annan stað er að ýta undir barneignir með því að auðvelda fólki að eignast börn en ekki sífellt þrengja að fjölskyldufólki. Ef miljarðarnir sem fara í flóttamenn væru notaða fyrir fjölskyldufólk, hvað þá?
Gervigreind hefur ekki enn sýnt fram á alvöru framleiðni því sjálfvisknivæðingin var þegar hafin. Þess vegna tel ég gervigreind enga lausn í hagvaxtamálum. Ef við tökum t.d. framleiðslu á myndefni þá virkar þetta vel en meira magn skilar ekki endilega hagvexti. Ef markaðurinn á móti stækkaður ekki þá er skortur á aukinni framleiðni, sem þýðir að hagvöxtur eykst ekki.
Tollar Trump auka framleiðni í Bandaríkjunum en á móti minnka framleiðni annarsstaðar. Þetta þola alþjóðasinnar ekki því það er verið að reka fleig í kjarna málstað þeirra.
Atvinnumálaráðherra er alþjóðasinni sem vinnur lítið að hag þjóðarinnar en sem mest út frá hag alþjóðasamfélags sem er ekki til.
![]() |
Vill taka upp norsku leiðina í útlendingamálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning