Atvinnumálaráðherra sem veit ekki hvernig hagvöxtur verður til

Það kmeur ekki fram í þessari frétt en mátti sjá í grein á visi.is. Þar heldur hún því fram að við þurfum að flytja inn vinnuafl til að viðhalda hagvexti. Þetta gæti verið raunin fyrir Suður-Kóreu en Ísland er þetta af og frá. Til þess er fæðingatíðnin ekki orðin það lág og það sem eykur hagvöxt mest er meiri framleiðsla. 

Þegar á að skattleggja allt í rjáfur þá eykst ekki framleiðsla heldur lækkar. Þessi ráðherra hefur engan skilning á slíku. Í annan stað er að ýta undir barneignir með því að auðvelda fólki að eignast börn en ekki sífellt þrengja að fjölskyldufólki. Ef miljarðarnir sem fara í flóttamenn væru notaða fyrir fjölskyldufólk, hvað þá?

Gervigreind hefur ekki enn sýnt fram á alvöru framleiðni því sjálfvisknivæðingin var þegar hafin. Þess vegna tel ég gervigreind enga lausn í hagvaxtamálum. Ef við tökum t.d. framleiðslu á myndefni þá virkar þetta vel en meira magn skilar ekki endilega hagvexti. Ef markaðurinn á móti stækkaður ekki þá er skortur á aukinni framleiðni, sem þýðir að hagvöxtur eykst ekki. 

Tollar Trump auka framleiðni í Bandaríkjunum en á móti minnka framleiðni annarsstaðar. Þetta þola alþjóðasinnar ekki því það er verið að reka fleig í kjarna málstað þeirra. 

Atvinnumálaráðherra er alþjóðasinni sem vinnur lítið að hag þjóðarinnar en sem mest út frá hag alþjóðasamfélags sem er ekki til.


mbl.is Vill taka upp „norsku leiðina“ í útlendingamálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hagvöxtur er hvorki mælikvarði á lífsgæði, velferð, né hamingju heldur öðru fremur peningaprentun sem er hvorki til þess fallin að auka lífsgæði, velferð né hamingju heldur mun fremur að rýra þau.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.8.2025 kl. 16:27

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Það vill nú samt til að þar sem hagvöxtur hefur mælst þá aukast lífsgæði fólks. Hins vegar þá er þetta ekki almennur mælikvarði hvernig fólk hagar lífi sínu og telur til hamingju eða velferðar.

Rúnar Már Bragason, 6.8.2025 kl. 17:57

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þó að eitthvað tvennt gerist samtímis er það ekki sönnun þess að orsakasamband sé þar á milli. Auðvelt er að sanna hið gangstæða í þessu sambandi: aukin framleiðsla vopna og vígtóla mælist sem aukinn hagvöxtur þó þau séu aðeins notuð til að eyðileggja og drepa og endurbygging að stríði loknu mælist líka sem aukinn hagvöxtur. Allt þetta eykur vissulega efnahagsleg umsvif en eykur ekki lífsgæði heldur dregur á þvert á móti úr þeim. Sú ljóta staðreynd að hernaður auki "hagvöxt" er því miður algengur en mjög slæmur hvati fyrir suma til að halda úti hernaði.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.8.2025 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband