24.8.2025 | 15:21
Vandamál ríkisstjórnarinnar er sama og vandamál gervigreindar
Það er búið að lofa upp í rjáfur alls konar lausnum sem engin leið er að standa við eða einfaldlega geta ekki veitt þá lausn sem lofað er.
Kjarnavandamál ríkisstjórnarinnar er loforðið um lægri vexti og lægri verðbólgu. Hins vegar eru framkvæmdar í öfuga átt og því engin leið að efna loforðið.
Með gervigreindina þá á að leysa öll störf í heiminum, nema þrjú sagði Bill Gates, sem engin leið er að standa við og í raun algerlega út úr öllu skynsömu og mannlegu. Enda loforðin hvert af öðru að fuðra upp í óskapnaði. Munum að internetbólan lofaði að allt væri mögulegt en fuðraði upp og nú tæpum 30 árum seinna og loforðið ekki einu sinni nálægt því að vera efnt. Líkt og verður með gervigreindina þegar bólan springur.
Sama gerist með ríkisstjórnina og líklega er hún við það að springa (óskhyggja mín). Hún gerir ekkert í líkingu við það sem er nálægt því sem hún lofaði en einbeitir sér að því að framkvæma sem ekki var lofað.
Reglan að lofa engu sem ekki er hægt að standa við stendur alltaf fyrir sínu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning