Skussalegar framkvæmdir ríkisstjórnar

Við vitum öll hamaganginn og flaustri með veiðileyfagjöldin. Svörin síðan þegar spár fóru að rætast um uppsagnir þá hefði leikskólabarn svarað betur en ráðherra. Skilningur á atvinnustarfsemi var nákvæmlega enginn í svörum hennar.

Óþarfi er að hafa mörg orð um hvernig utanríkisráðherra reynir að sökkva landinu.

Inga Sæland hreykti sér af því um daginn að hafa gert svo vel við öryrkja en nú er að koma í ljós að það verður á kostnað lífeyrissjóða og lífeyrisgreiðslna. Fólk sem hefur unnið alla sýna ævi þarf að greiða með öðrum því ríkisstjórnin er svo góð vð ákveðinn hóp.

Ekki er þó allt sem sýnist.

Framkvæmdin á þessum breytingum með öryrkja er svo illa unninn að enginn útfærsla fylgdi með látunum. Þannig lítur út fyrir að fólk sem var undir atvinnu með stuðningi fái skammtímasamning til eins árs og eigi síðan að vera almennir launamenn. Sem sagt kostnaðinum er ýtt út í atvinnustarfssemina. Það fylgdi bara ekki sú hugsun með að atvinnurekandinn sér engan hag í að hafa starfsmenn þegar hægt er að fá aðra sem vinna sömu vinnu mun hraðar. Kostnaðaraukning atvinnurekenda er betur nýtt með fullri getu starfsmanna en ekki þeirra sem þurfa stuðning.

Auðvitað fylgdi þetta ekki sögunni og reisn öryrkja að fá að vinna er ýtt til hliðar. Það er vandamál atvinnulífsins en ekki ríkisins sem þó vill hafa allt undir sinni hendi.

Meðvirkir fjölmiðlar hafa ekkert fjallað um þetta enda málið svo óljóst að líklega veit enginn hvernig eigi að framkvæma þessa breytingu af viti.

Í upphafi skyldi endann skoða en þessi ríkisstjórn skilur það ekki.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og þremur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband