18.9.2025 | 23:02
Er lýðræði til staðar í dag?
Sumir hafa spáð að lýðræðið lifi ekki af öldina en mér finnst nær að spyrja hvort lýðræðið sé enn til staðar. Þrátt fyrir kosningar þá er áróður svo mikill að hægt er að efast um að lýðræði sé í raun til staðar.
Ef skoðuð eru t.d. verk utanríkisráðherra sl. vetur, með undirskrift skuldbindinga á alþjóða vettvangi, þá var það alls ekki lýðræðislegt. Þjóðin vissi ekki um þetta og hafði ekkert um það að segja en samt kemst hún upp með þetta.
Slíkt "lýðræði" er við hendina núna á vesturlöndum. Bretar mega ekki segja hvað eru mörg kyn nema eiga hættu að fá heimsókn frá lögreglunni. Svipað á sér reyndar stað hér á landi. Á Covid tímabilinu var lýðræðinu kippt úr sambandi og hefur ekki enn gengið til baka að fullu. Rétt er að líta þannig á málin að þrengt hefur verið sífellt að lýðræðinu á þessari öld, þannig að lítið er eftir að ganga alla leið til alræðis.
Internetið sem hefur gefið okkur alls konar upplýsingar hefur gert stjórnvöld svo hrædd að þau takmarka flest í kringum það. Vissulega er hægt að fara í kringum hlutina en aukið eftirlit setur þig í hættu. Lýðræðsleg orðræða sem er lifandi bannar ekki öðrum að hafa orðið en samt ganga stjórnvöld víða um heim sífellt lengra í að hefta tjáningu. Lýðræðisleg orðræða reynir ekki heldur að útiloka tjáningu.
Auðvitað er ekki hægt að leyfa allt eða gera allt mögulegt í lýðræðislegu samfélagi. Hins vegar hljótum við að ganga út frá að viðurkenna aðra og finna leiðir sem flestir geta sætt sig við. Þótt við fáum ekki það sem við viljum þá getum við ekki þröngvað því fram, það leiðir oftast til vandræða.
Það væri óskandi að við hefðum ríkisstjórn sem skilur lýðræði.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning