Er nei í fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu upplýsingaóreiða

Ef vitnað er beint í orð utanríkisráðherra þá lýsir hún fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu á þennan hátt: 

„Þjóðaratkvæðagreiðslan verður ekki bara prófsteinn á samband okkar við Evrópu, hún verður prófsteinn á það hvort við ætlum að byggja stjórnmálin á trausti eða hræðslu, á samtali eða upplýsingaóreiðu.“ (Tekið af visi.is)

Ekki er annað hægt en að túlka þessi orð sem slík að verði niðurstaðan nei þá hafi upplýsingaóreiða tekið yfir umræðuna. Sem er auðvitað ekkert annað en helber lygi og upplýsingaóreiða. Það er enginn hræðlsuáróður sem fær fólk til að hafna ESB. Það einfaldlega sér í gegnum vitleysuna sem er þar í gangi. Að halda því fram að við samsömum okkur við hjarta Evrópu er einfaldlega vanþekking á eigin þjóð. 

Hér er gott dæmi um draumóra sem eru fjarri sannleikanum:

"Þorgerður nefnir kosti þess að ganga í Evrópusambandið, svo sem að Íslendingar í atvinnurekstri út um allt land fái meira svigrúm og athafnafrelsi auk sterkara efnahagslegs öryggis og fyrirsjáanleika fyrir heimili með því að taka upp evruna." (Tekið af visi.is)

Hér eru settar fram fullyrðingar án nokkurar tengingar við eitt né neitt. Eru íslenskir ráðamenn svo ósveigjanlegir að ekki er hægt að njóta hans nema með yfirráðum ESB? Er ekki hægt að leyfa athafnafrelsi nema með ESB? Hvaða fyrirsjánleika færir Evran, t.d. aukið atvinnuleysi?

Blindnin á kraft og hvað ESB aðild færir landinu er alger. Þetta er eins og loka augunum fyrir öllu sjáanlegu staðreyndunum sem hægt er að telja upp. Gjaldeyrir, styrkir, sjálfstæði, atvinnumál og fleira á að henda út um gluggann af því að grasið sé grænna hinu megin.

Því miður Þorgerður þá er grasið visnað og fallið í Evrópu.


mbl.is Líkti ríkisstjórnarsamstarfinu við matarboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband