22.9.2025 | 19:15
Er hægt að vera lögblindur á lög?
Hver lýgur svona að Ingu Sæland að Bókun 35 hafi eitthvað að gera með málaferli gagnvart bönkunum. Þessi réttlæting hennar (sth. ekki rök) er svo út úr kortinu að jólasveinninn væri hæstánægður að halda jólin í j́úlí. Svona til útskýringar þá gilda lög þegar lánið var tekið og þar breytir Bókun 35 engu um.
Ruglið sem kemur frá Flokki fólksins er engum bjóðandi. Eitt fyrir kosningar og annað eftir kosningar er ekkert annað en gefa kjósendum löngu töng.
Þvílíkir kjánar.
![]() |
Inga Sæland sá ljósið og hefur nú skipt um skoðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bankarnir eru enn að veita lán með nákvæmlega sömu skilmálum. Með hverjum einasta degi sem hefur liðið og mun líða að óbreyttum lögum hækkar sífellt skaðabótareikningurinn sem fellur á ríkið ef skilmálarnir verða dæmdir löglegir og þar með íslenska ríkið brotleg við EES-samninginn.
Hverra málstað er þú fylgjandi í þessu máli: Neytenda, skattgreiðenda eða bankanna? Hvort er það rugl að vera með eða á móti hagsmunum almennings? Er það rugl að skipta um ranga skoðun og breyta henni í þá réttu? (Þó reyndar sé betra að þurfa ekki að gera það.)
Guðmundur Ásgeirsson, 22.9.2025 kl. 20:10
Hver sem niðurstaða dómsmálsins verða þá skiptir það Bókun 35 engu.
Rúnar Már Bragason, 22.9.2025 kl. 20:18
Viltu þá að áfram verði hægt að brjóta á réttindum íslenskra neytenda samkvæmt réttilega innleiddum EES-reglum með séríslenskum lögum sem taka þær úr sambandi, eða að girt verði fyrir slík brot gegn réttindum og hagsmunum almennings?
Hverra málstað er þú fylgjandi í þessu máli: Neytenda og skattgreiðenda annars vegar eða bankanna hins vegar?
Guðmundur Ásgeirsson, 22.9.2025 kl. 20:37
Þú hefur ekki enn sýnt fram á hvað bókun 35 hafi með þetta dómsmál að gera. Það hefur áður gerst að dæmt sé gegn lögum og þá þarf að breyta þeim. Breytir samt engu þótt bókun 35 væri samþykkt á morgun. Lögin sem voru samin standa í dómsmálinum þangað til þeim er breytt.
Rúnar Már Bragason, 22.9.2025 kl. 20:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning