Hin ómerkilega ESB gulrót

ESB sinnar eru svo upptekir af gulrótinni sem aðild gæti gefið að þeir telja sig ekki þurfa ræða aðra hluti áður en að aðild verður. Samt er búið að hrekja gulrótina yfir í mygluna þá stöglast þeir áfram um drauminn að sambandsríkinu. Sambandsríki sem gengur aldrei upp því það á að vera stórríki en ekki sambandsríki í anda Bandaríkjana, Kanada og Rússlands. ESB stjórnvöld eru svo upptekin af því að eiga völdin öll fyrir sig að þeir ætla að útiloka allt annað sem hjálendur. Þetta eru stærstu mistök sambandsins og mun ganga að því dauðu. Sá dauði er þegar hafinn með stjórnarskrámbreytingum Slóvakíu sem má túlka sem ósætti við stórríkið.

Fyrir utan þögnina um stjórnarskrárbreytingar til að geta gengið í ESB þá eru aðrir þættir óræddir. Sá stærsti er verðtryggingin sem sumir virðast halda að fari við ESB aðild. Slíkt mun ekki gerast því það þýðir að lífeyrissjóðakerfið er hrunið. Þannig að vilji fólk losna við verðtrygginguna þá þarf að breyta lífeyrsjóðakerfinu algerlega og til þess hefur enginn vilji verið hingað til. Tilraun Jóhönnu stjórnarinnar sendi alla aftur beint í verðtrygginguna. 

Gjaldmiðlar hafa oft verið ræddir en að halda því fram að evra kæmi strax við aðild er fantasía og til að ná markmiðum til upptöku evru þá væri krónan að standa sig vel. Króna er auðvitað ekkert annað en gjaldmiðill sem stendur og fellur með efnahagsstjórn sem virðist oftast ganga brösulega. Þótt sé farið í ESB þá þarf sama þing að standa á bakvið efnahagsstjórnina og hver segir að það gangi eitthvað betur þegar í klúbbinn er komið.

Aðgangur að styrkjum og sjóðum ætti fólk alvarlega að spyrja sig fyrir hverja það er. Skoðið bara stærsta aðdáendahópinn, háskólastyrkir, og þið vitið svarið. Heimskautalandsbúnaður, innviðastyrkir það má láta sig dreyma en ekkert fast í hendi ef nokkuð er.

Eins og segi hin myglaða gulrót ESB er að vilja stórríkið með miðlægri stjórn. Slíkt hefur aldrei gengið í sögunni og alltaf endað með að daga uppi. Við eigum fátt skylt með evrópuþjóðum og stöndum betur að sjá um þessi mál sjálf. 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband