Skattar og bönn á áfengi skila litlu ef nokkru

Háir skattar og bönn allskonar í kringum áfengi hafa ekki skilað miklu. Það er alltaf ákveðið hlutfall sem mun misnota það og þá skipta skattar eða bönn engu máli. Réttlætingin á bakvið skattana er engin og langt frá því að vera eðlileg.

Í evrópu færðu bjór 3x ódýrari þegar styrkur er kominn yfir 10%. Munurinn á lægri prósentu og þess með hærri munar kannski 1-2 evrum en hér á landi munar ekki 150-300 kr miklu frekar 5-600 kr. Þetta er svo óeðlilegt miðað við hvaða vöru er verið að kaupa. Þessi sterku bjórar er ekkert gott að drekka í miklu magni.

Ég hef aldrei orðið var við það að fólk hér á landi eða í Noregi, þar sem áfengi er dýrara en hér, drekki eitthvað minna. Það lætur sig hafa það og sleppir einhverju öðru. Þetta er hugsunarháttur sem hefur misst öll tengsl við raunveruleikann að hafa svona háa skatta eða einokun á verslun. 

Í Danmörku er hægt að ná í áfengi út í sjoppu allan sólahringinn. Ekki hef ég orðið var við yfirfullt ofurölvi fólk á förnum vegi þar. Þeir drekka meira en Íslendingar en samt ber ekki mikið á ölvuðu fólki. 

Svo kemur auðvitað það skrýtnasta að ungt fólk er ekki eins upptekið af drykkju. 

Lýðheilsumál hmm....


mbl.is Áfengisskattar á Íslandi langhæstir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og átta?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband