7.10.2025 | 08:50
Hefur Flokkur fólksins dómsvald?
Í furðugrein á visi.is þar sem fjallað er um málshöfðun á hendur bankanna vegna breytilegra vaxta þá ganga þingmenn flokksins svo langt að þeir í raun taka sér dómsvald.
Þeirra eigin texti:
"Ef Bókun 35 hefði verið rétt innleidd, hefði Héraðsdómur Reykjaness neyðst til þess að bera síðari hluta greinarinnar saman við EES-regluna í þeim fyrri og láta þá reglu sem var réttilega innleidd ganga framar hinni. Það ber Hæstarétti Íslands einnig skylda til að gera nú.
Hæstiréttur verður að líta til þess að þó Bókun 35 hafi ekki verið réttilega innleidd verður hún það innan skamms. "
Þarna vilja þessir þingmenn taka sér dómsvald og segja hæstarétti hvað beri að gera. Hins vegar getur dómsstólinn engan veginn fylgt kröfum þeirra, til þess er enginn lagagrunnur.
Sé evrópskur neytendaréttur öðruvísi þá breytir þá breytir það engu um þetta dómsmál. Það er ekki hægt að dæma út frá nema frá þeim lögum sem notast er við. Annað er bara óskhyggja.
Hvað hæstiréttur er að skoða í þessu máli er mjög óljóst og kemur ekki fram í greininni. Alveg ljóst er þó að það er ekki bókun 35. Virkjun ákvæðisins með lögum er ekki afturvirk því það er sett fram sem lög sem taka gildi á ákveðinni dagsetningu. Fyrr er ekki hægt að dæma eftir þessari bókun.
Að þingmenn séu ekki betri að sér í lögum við lagasetningar sýnir vel hvers vegna þjóðin ber jafn lítið traust til þeirra. Í þessu tilviki virðast þeir ansi illa tengdir raunveruleikanum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning