23.6.2007 | 01:07
Hversu gott höfum við það?
Undanfarið hef ég séð tvær góðar bíómyndir um ástandið í Afríku á 7. og 8. áratugnum. Fyrri myndin var um Biko sem var pyntaður og drepinn í fangelsi í Suður-Afríku fyrir að mótmæla kynþátta aðskilnaði stjórnarinnar. Góð mynd sem lýsir vel þeim hörmungar atburðum sem gerðust í Soweto þegar 700 börn voru drepin og yfir 3000 særðust.
Hin myndin var um Idi Amin harðstjóra í Uganda. Þessi ótrúlega geðveiki og ruglingslega stjórnun þjóðfélagsins.
Þetta fær mann til að hugsa hversu gott við höfum það hér á Íslandi. Við getum sagt það sem okkur langar til, farið þangað sem við viljum, gert það sem við viljum án þess að óttast yfirvald. Samt sem áður erum við gjörn að kvarta yfir ástandinu og sjá öllu til ama.
Hvernig væri nú að viðurkenna að við höfum það bara ótrúlega rosaleg gott og þurfum ekkert að vera að þessu kveinu og kvabbi. Hugsum jákvætt og gerum eitthvað að viti.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.