25.6.2007 | 00:13
Svona á að markaðssetja!
Þessi frétt er ekkert annað en markaðsbrella. Verið að búa til spennu í kringum bókina ti að auka sölu hennar. Málið er að þetta segir ekkert um gæði bókarinnar og hún gæti í raun verið hundleiðinleg en með því að búa ti spennu þá les kaupandinn bókina og sé hún léleg þá er allavega búið að tryggja góða sölu áður en dómar birtast.
Annars getur mér ekki verið meira sama um hver endirinn er á þessari bók þar sem ég hef ekki hrifist af Harry Potter sögunum. Þær eru frekar útþynntar lýsingar á betri ævintýrabókum og minna oft á Ævintýrabækurnar eða um hin fjögur fræknu eftir Blydon.
Vonandi fá kaupendur eitthvað fyrir sinn snúð og sitji ekki með köttinn í sekknum.
Segist vita hvernig sagan um Harry Potter endar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Æi, ég held ég sé bara sámmála. Er kannski gúrkutíð núna?
Þóra I. Sigurjónsdóttir, 25.6.2007 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.