26.6.2007 | 00:33
Komdu þér yfir það
Staðreyndin er sú að öll lendum við í því að lenda í erfiðum aðstæðum og þurfum á öllu okkar að halda. Eftir það er misjafnt hversu fljótt fólk kemst yfir hlutina en umfram allt komdu þér yfir það.
Ef fjallgöngukappinn hættir í síðustu brekkunni þá komst hann ekki yfir það og upp á toppinn. Það er nefnilega svo oft stutt á milli þess að missa allt og ná á toppinn. Ímyndaðu þér að vera í hóp sem býr á heimskautinu og þarf að vera þar í nokkra mánuði. Einn úr hópnum gnístir tönnum og þú þolir það ekki en þú verður samt að komast yfir það. Ef ekki þá missirðu vitið, ráð og rænu og gerir einhverja vitleysu.
Ef þú ert í raunum og lest þetta þá fyrir alla muni - komdu þér yfir það.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.