8.7.2007 | 00:43
Hróarskelduhátíðin - mér finnst rigningin góð
Það rifjar upp margar minningar að sjá alla drulluna og pollana á Hróarskelduhátíðinni þetta árið í sjónvarpinu. Ég fór árið 1991 (sjá umfjöllun hér) og þá rigndi eins og hellt væri úr fötu fyrri hluta hátíðarinnar en stytti síðan upp á laugardegi. Þetta var alveg ótrúlegt flóð það árið en þá sóttu líka færri hátíðina. Hins vegar var drullan rosaleg erfið yfirferðar og pollarnir alveg rosalegir og sumir allt að mannhæða djúpir.
Hins vegar skemmti ég mér alveg konunglega þetta árið og man vel eftir að standa fremst við Orange sviðið og horfa á Iggy Pop skemmta eins og brjálaðingur. Nánast enginn að horfa og hvað var annað hægt en að dansa og syngja í rigningunni.
Man líka eftir að ég dró vin minn niður í drulluna svona í smá drulluslag og þurfti í staðinn að skafa lag af drullu af buxunum daginn eftir (ómetanlegt).
Já rigningin getur svo sannalega verið góð.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.