2.8.2007 | 18:40
Það er ekki allt sjálfsagt
Grín er vandmeðfarið og efnistök geta ekki verið hver sem er. Í Biblíunni segir að ekki megi gera grín að Guði og sama má segja um svona viðkvæm málefni. Hryðjuverkin 2001 og önnur í Bretlandi eru greinilega of ofarlega í hugum fólks að því er ekki grín í huga. Samfélagið er greinilega ekki tilbúið í að gera grín af þessu.
Sumir grínistar eru þekktir fyrir að misbjóða fólki eða fara að mörkunum. Þetta myndi falla í þann flokk en er frekar ósmekklegt þar sem ógnin er enn nálæg og gæti hæglega gerst aftur. Það mætti kannski breyta þessu aðeins og gera meiri andhetju úr Bin Laden. Allavega er mín niðurstaða að svona grín er nú ekkert sérstaka fyndið.
Hryðjuverkasöngleikur veldur fjaðrafoki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef þér finnst það ekki fyndið, einfaldlega ekki hlæja. Það er ekki í verk eins eða neins að dæma um hvað sé nógu fyndið til að mega gera. Ef það má ekki gera grín að alvarlegum málum, þá má ekki gera grín að neinu.
Í Biblíunni er reyndar skýrt tekið fram að það beri að lífláta fólk sem trúir ekki á Guð, sem vinnur á hvíldardegi, sem er samkynhneigt, sem dýrkar skurðgoð og lastmælir foreldrum sínum. Ef lögmál Biblíunnar hefðu nokkurt einasta í lögum, byggjum við í verra samfélagi en Þýskalandi nasismans, og það eru engar ýkjur.
Ennfremur eru íslensk lög meira eða minna jafn fasísk. Sjá 95. grein og 125. grein almennra hegningarlaga, 19/1940. Þú finnur þau á http://althingi.is
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 21:23
Það er vel hægt að gera grín af trúarbrögðum samanber myndina Life of Brian. Á sama hátt væri hægt að gera grín að hryðjuverkamönnum. Eins og fréttin birtist þá lítur þetta ekki út fyrir að vera fyndið. Auk þess vitnaði ég um Biblíuna vegna þess hversu viðkvæmt það er fyrir mörgum en sama á við um þetta mál. Ég er hlynntur frelsinu en öllu frelsi fylgir ábyrgð og það á við í þessu máli.
Rúnar Már Bragason, 3.8.2007 kl. 00:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.