Að sýna tekjur einstaklinga skilar engu og segir ekki neitt

Þegar ég fletti í gegnum tekjublað Mannlífs þá kemst ég ekki að annarri niðurstöðu en slíkar úttektir segja nákvæmlega ekki neitt og skila engu til þjóðfélagsins. Í fyrsta lagi segir launatalan ekkert um samsetningu launa eða vinnutíma einstaklings. Hann gæti verið með stóran hluta launa sinna í fjármagnstekjum eða með mikila yfirvinnu. Í öðru lagi þá er mikið misræmi milli launa starfsmanna sama fyrirtækis í úttekt Mannlífs sem kemur engan veginn heim og saman við launastrúktúr fyrirtækja almennt. Þetta sést m.a. í launum framkvæmdastjóra fyrirtækja þar sem mismunur á milli þeirra er slíkur að engin leið er að trúa að þetta séu laun einstaklinganna.

Í Fréttablaðinu þann 4. ágúst vill alþingismaðurinn Ögmundur meina að birting skatttekna færi jöfnuð handa landsmönnum. Ég sem launamaður get engan veginn séð hvernig það hefur gerst. Síðastliðin ár hafa komið fréttir sem vilja meina að launamunurinn sé sífellt að aukast. Það gerist þrátt fyrir að skatttekjur séu birtar. Hvernig færir þá birting þeirra jöfnuð? Einnig nefnir Ögmundur að fleiri fjármálamenn gefi upp tekjur sínar í öðrum löndum sem er mjög skiljanlegt í útrás fyrirtækjanna. Margir af starfsmönnum útrásarfyrirtækjanna búa í útlöndum og vinna ekkert á Íslandi. Að sjálfssögðu gefa þeir ekki upp launin sín hér á landi enda einu tengslin við Ísland er móðurfyrirtækið og ættingjar. Sem mætti orða öðruvísi - ef útlendingur er ráðin í starfið þá gæfi hann upp launin í því landi en ekki á Íslandi.

Niðurstaðan er að birting skatttekna og síðan launalistar fjölmiðla skila engu og segja okkur ekki neitt. Það eina sem við fáum út úr þessu er að svala forvitni okkar og getum þannig miðað að því að hafa slík laun eða öfundað náungann. Hvoru megin vilt þú vera? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband