Menning er manns gaman

Það er gaman að sjá hversu góð þátttaka er í menningarviðburðum sem þessum og um land allt. Þetta er greinilega leiðin að hjarta fólksins og það tilbúið að leggja leið sína til að sýna sig og sjá aðra, njóta listviðburða og njóta auganbliksins.

Sjálfur fór ég ekki í kvöld en var í dag á Latarbæjarhlaupi Glitnis sem tókst ansi vel upp. Vel skipulögð dagskrá þar sem krakkarnir fengu að njóta skemmtilegra atriða og höfðu greinilega mjög gaman af. Síðan hlupu þau sinn kílómeter og söfnuðu fullt af peningum fyrir Unicef. Frábært framlag hjá Glitni og vonandi menningarviðburður sem er kominn til að vera.

Menningarnótt býður upp á það besta hjá fólki svipað og 17. júní gerði áður fyrr.  Greinilegt er þuppó að slíkir viðburður eru að taka yfir hátíðahöldum á þjóðhátíðardaginn og spurning hvort ekki sé kominn tími til að stokka aðeins upp í þeim hátíðarhöldum ef þau eiga ekki að fara sömu leið og hátíðahöld á Sjómanndaginn.

Menning verður til við samskipti fólks og þegar mikið af fólki er tilbúið að taka þátt þá eykur það gildi hans. Megum við njóta þess sem lengst. 


mbl.is Mikið um dýrðir á Menningarnótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband