Hver ber ábyrgðina?

Undanfarið hefur farið mikil umræða um hver ber ábyrgð á klúðrinu varðandi Grímseyjarferjuna. Vissulega ætti eitthver að bera ábyrgð á þessu klúðri og hvort að ráðherra gaf skipun eða ekki þá er þetta ekki síður klúður í kerfinu. Því finnst mér ekki nóg að láta ráðherrann blæða fyrir málið, það eru aðrir sem bera líka ábyrgð.

Í sama streng má segja um vanda landsbyggðarinnar og fiskveiðanna. Ábyrgð snýr að fiskveiði stjórnunarkerfinu. Öll þessi ár sem fiskveiðistjórnunarkerfið hefur verið við líði virðist (á umræðunni) að veitt hafi verið of mikið, fullt af fiski hent og notast við handónýtt rannsóknarferli. Ábyrgðin þar er samt allra aðila. Stjórnmálamenn fyrir að fara ekki að fullu að ráðum fræðimanna, fræðimenn fyrir að nota "handónýtt" kerfi og byggðanna sjálfra að láta útgerðir komast upp með að henda fisk.

Að bera ábyrgð er ekki einfaldur sannleikur því hvert mál hefur allavega tvær hliðar (ef ekki fleiri). Að láta eitthvern axla ábyrgð felur því í sér að reynt sé að komast að sannleikanum í málinu þannig að aðrir geti sannanlega lært af málinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband