26.8.2007 | 23:57
Er þetta svona agalegt?
Það virðist tvennt sem fer voða mikið fyrir brjóstið á blaðamönnum og dálkahöfundum blaðanna þessa dagana. Annað er blogg og hitt eru nýríkir Íslendingar.
Mjög auðvelt er að sjá hvers vegna blaðamenn amast út í bloggið þar sem það ógnar atvinnu þeirra og mun að lokum leiða til breyttra áherslna í blaðaheiminum. Auk þess er ljóst að skrif blaðamanna eru sýjuð af ritstjórum sem þýðir að skoðanaskipti hafa oft verið lituð af t.d. stjórnmálaskoðunum. Blogg er því skemmtileg nýjung þar sem skoðanaskipti fá mun betur að njóta sín. Blaðamönnum til varnar má þó segja að sumir bloggarar fara fulllangt og eitthvað er um ábyrgðalaus skrif eða hreinlega algert bull. Blogg er samt komið til að vera en ljóst er þó að í núverandi mynd mun það ekki haldast og spennandi á sjá hvernig þessi birtingarmynd mun þróast.
Hitt sem blaðamenn amast mikið út í þessa dagana eru nýríkir Íslendingar. Svo sem augljóst þar sem blaðamenn eru ekki hálaunastétt en samt þó ekki eins augljóst þar sem sömu menn borga helming blaðamanna bein laun og hinum helmingnum eru þeir að skaffa tekur vegna auglýsinga fjölmiðlanna. Kannski er þetta bara íslensk lenska að amast út í þá sem ná árangri en gæti líka verið öfund. Held þó að þetta sé dönsk arfleið sem þeir kalla Jante (held það sé skrifað svona) lögin, en þau standa fyrir þá óskráðu reglu að enginn má vera fremri en aðrir. Einmitt það sama og blaðamenn á Íslandi segja - enginn má vera fremri en við.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.