Hvernig væri að fá úttekt á þessum málum

Það vill svo til að nokkur fyrirtæki halda uppi þeim áróðri að taka upp evru en sömu fyrirtæki eiga mest af sínum viðskiptum í evrum. Aftur á móti, eins og Geir bendir á, er fullt af fyrirtækjum sem ekki gera það. Mér finnst alltaf jafn skrýtið hvers vegna fréttamenn geta ekki tekið almennilega úttekt á þessum málum og skýrt fyrir þjóðinni hversu mikilvægt það er að skipta um gjaldmiðil.

Meðan meirihluti fyrirtækja er ekki með viðskipti í evrum, hvað réttlætir þá svona fréttaflutning? Enn og aftur komast menn upp með að segja einhliða skoðun sína í fréttatímum á Íslandi án þess að fréttamenn kanni almennilega málin. Evran er engin töfralausn fyrir þjóðina þótt að nokkur fyrirtæki hagnist á því.

Vinsamleg tilmæli til fréttamanna á Íslandi - komið með úttekt á þessum málum og það út frá öllum hliðum, takk. 


mbl.is Ekkert sem kallar á gjaldmiðilsbreytingu nú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband