23.9.2007 | 23:12
Að hafa gaman af hlutunum
Til að gera góðan hlut betri þarf að hafa gaman af hlutunum. Richard Branson vill meina að einn þáttur í árangri hans í viðskiptum sé að hafa gaman af hlutunum.
Að hafa gaman af hlutunum þýðir ekki endilega að alltaf sé gaman af því sem við erum að gera. Heildarmyndin er skemmtileg og markmiðið sem stefnt er að er skemmtilegt ferli. Inn á milli eru leiðinleg verk sem þó þarf að gera.
Stundum hefur maður á tilfinningunni að fólk vilji bara hafa gaman öllum stundum og helst sleppa leiðinlegu verkunum. Við það fer eitthvað á mis og líklegast endar allt í vitleysu. Ég get ekki ímyndað mér að hjá þeim sem hafa gaman af því sem þeir gera sé alltaf gaman. Frekar að flest verkin eru svo skemmtileg að þau yfirvinna leiðinlegu verkin sem þarf líka að gera. Þannig höfum við gaman af hlutunum og gerum þá aðeins betur.
Svo mundu - AÐ HAFA GAMAN AF HLUTUNUM
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.